Laugardagur, 18. október 2008
Ný hugsun - ný tækifæri
Á þessum erfiðu tímum er ekki úr vegi að hugsa hlutina upp á nýtt. Hugsa út fyrir kassann og finna nýjar leiðir til að efla Íslenskt efnahagslíf.
Eitthvað í þá veruna hafa menn talað undanfarið. Allt gott og blessað.
Dorrit, okkar, lætur ekki sitt eftir liggja. Hún hefur ekki áhyggjur af framtíðinni því hún veit hver grundvöllur framtíðar okkar er. Lopapeysur og lýsi. Þar hafið þið það. Björt framtíð okkar byggist á lopapeysum og lýsi. Ég á lopapeysu. Ég er hólpinn.
Reyndar er það svo að undir sólinni er ekkert nýtt. Á árum áður reyndu menn að markaðssetja lopapeysuna erlendis, svona ásamt þorskinum. Ekki man ég hvernig það gekk, en man eftir auglýsingunni með ljóskunum þremur, íklæddar einni og sömu peysunni. Ég man þó ekki hvort sú auglýsing tengdist að einhverju leiti öðrum auglýsingum um funheitt næturlíf í Reykjavík. Líklega var það einhverju seinna sem næturlífið var auglýst. Enda, hver þarf heitt næturlíf sem á lopapeysu? Svo ég tali nú ekki um lopapeysu með þremur sjóðheitum skutlum innanborðs. Nei hverjum verður kalt við þau skilyrði.
Þetta er aldeilis ekki amaleg framtíðarsýn. Við sameinumst í lopapeysunum okkar og munum eiga eldheitar nætur.
Með lopapeysum skal land byggja.
Höfundur er aðili.
Dorrit bjartsýn á framtíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert ekki aðili, þú ert ullarsokkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 18:11
Verst að mig klæjar undan lopaflíkum...
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.