Laugardagur, 18. október 2008
Fermingardrengurinn
Fermingardrengurinn enn og aftur. Nú segist hann vera reiðubúinn að skoða allar leiðir varðandi verðtryggð lán. Handa sumum. Samkvæmt frétt Vísis mun það ekki ganga yfir alla.
Eins og segir í fréttinni, Viðskiptaráðherra segist opin fyrir öllum færum leiðum til mæta vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum eða munu eiga í erfiðleikum með verðtryggð lán.
Þetta þýðir að þeir sem ekki eiga í sérstökum greiðsluerfiðleikum, fá að borga verðtrygginguna áfram. Væntanlega þangað til þeir eiga í erfiðleikum.
Fyrir utan alla hina sem hafa erlend lán. Mikið elska ég jafnræðið á Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.