Sunnudagur, 19. október 2008
Gengisfelling orða
Það er með ólíkindum hvernig fólk virðist komast upp með að kalla alla skapaða hluti mansal. Lengi hafa ýmsar raddir hérlendis t.d. notað orðið mansal í tengslum við súludans.
Samkvæmt mínum orðskilningi er mansal ekkert annað en þrælasala. Það er nöturleg staðreynd að slíkt er til. Sumsstaðar eru t.d. konur sviptar vegabréfi sínu og neyddar í kynlífsþjónustu. Það er ekkert annað en þrældómur. En þegar einhver, af fúsum og frjálsum vilja, kýs að afla sér tekna við að glenna sig upp við súlu er ekki um að ræða þrældóm.
Í viðtengdri frétt er fjallað um smyglhring. Fólk frá Indlandi borgar fúlgur fjár til að fá sér smyglað til Bretlands. Þau ákveða það sjálf og borga fyrir þjónustuna. Hver er þrældómurinn? Hvert er mansalið?
Mansal er grafalvarlegur hlutur og óþolandi að sjá það orð gengisfellt sí og æ. Á endanum hættir fólk að gera sér grein fyrir alvarleika þess.
Fólkið sem um ræðir í fréttinni, er líklega einungis að reyna að eignast betra líf og er tilbúið að greiða það háu verði. Að tala um mansal er hrein firra.
Mansalhringur upprættur í Belgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 08:47
Er gifting form af mansali?
Thee, 19.10.2008 kl. 13:53
það eru skiptar skoðanir um það
það má reyndar 'sleppa' úr þess konar þrældómi, að nafninu til, en maður gæti setið uppi með afætu til margra ára
Brjánn Guðjónsson, 19.10.2008 kl. 14:27
er ekki bara stavsedninarvila í þessu á að vera mannsal eða sala til manns
101moi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 01:13
En hver vill borga til að koma til Brétlands?
Thee, 20.10.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.