Fjáröflunarbingó Ögmundar

Ögmundur Jónasson stígur upp á skókassann og segir að ríkisstjórnin hafi ekki heimild til að skuldbinda komandi kynslóðir. Jafnframt talar hann um að ekki hafi verið haft samráð við Alþingi um samninga við AlÞjóða gjaldeyrissjóðinn.

Ekki skal ég um það segja hvort ríkisstjórninni beri lagaleg skylda til að hafa samráð við Alþingi vegna samningarins. Ég get þó ekki séð að það breyti neinu hvort eð er, hvort menn þrefi um það í einn dag eða tvo. Það er enginn annar raunhæfur kostur í stöðunni. Menn verða bara að feisa það. Nógur tími hefur farið í fundi og þvarg nú þegar.

Eins og staðan er, verður að fá innspýtingu strax svo halda megi draslinu gangandi. Koma líka í veg fyrir verðrýrnun eigna. Þá má jafnvel fá eitthvað fyrir þær síðar.

Ögmundur nefnir reyndar engar lausnir. Vill hann slá upp brunaútsölu? Selja allt strax með 90% afföllum? Hefur hann ef til vill aðrar fjáröflunarlausnir í handraðanum? Kannski bingó eða basar?


mbl.is Rangt að skuldbinda ófædd börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband