Vísukorn um þróun íslensku útrásarinnar

Góðvinur minn, Bóas Bóason bóndi á Bræðrabólsstað, bað mig að birta þessar línur fyrir sig. Hann vill taka fram að hann er ekki framsóknarmaður, heldur borði hann lífrænt og stundi jóga.

 

Sagan hefst er alþjóð sat
og átti ei mat.
Var frat.

Í þá tíð menn riðu um sveitir.
Sumir feitir,
Búlduleitir.

Aðrir, með nöfn eins og danskinn.
Þekktu manninn
og hinn.

Í bróðerni þeir rjómann hlutu.
Undan skutu
og nutu.

Að kjötkötlum einir sátu.
Þeir sem gátu
og átu.

Tími skipta og gjafa
Sértu í vafa,
spurðu afa.

Öldin leið á Sovét-eyju.
Þar til sem meyju
úr spennitreyju.

Losað um allt sem að var keppt.
Öllu sleppt.
Fráhneppt.

Menn sem höfðu harma að hefna.
Fengu banka gefna.
Þá eigi skal nefna.

Einn og annar fermingarfýr
Kankvís og hýr,
eignaðist kýr.

Í austur og suður skunduðu fljótt.
Eignuðust skjótt.
Dag og nótt.

Í innanhússbisbíss má feika,
gróða og meika,
bónusa bleika.

En Bónus gríss mátt þér óska,
sé það þrjóska
og þú ljóska.

Víkingarnir heiminn trylltu.
Þeir kónginn hylltu
og fylltu.

Á Svörtuloftum bindin skildu
að bindiskyldu
þeir ekki vildu

Ríkisforsjáin var ekki á sveimi.
Hún var í algleymi,
höfð í teymi.

Alþjóð tók þátt í sukki.
Í lánajukki,
með trukki.

Vildi ekki góðærinu sleppa.
Hún þurfti jeppa,
til að skreppa.

í góðærinu birtist einstaka haus.
Með varnaðarmaus.
Þvílíkt raus.

Í orgíunni eltast hverjir við aðra.
Ha? Uppblásin blaðra?
Hvar?...Naðra?

Hún Ameríka fór að sverfa.
Djöfuls herfa.
Best að hverfa.

Nú allt í einu þjóðin var í súpu.
Hinir skruppu í rjúpu,
til Kúbu.

Þótt gott sé að dvelja syðra.
Koma þeir sem vilja iðra,
þegar betur mun viðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkaðu Bóas Fyrir Fína Vísu

Takk Takk

Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég kem því til skila við mjaltir morgundagsins

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband