Flotta Þorgerður

Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar er fátt sem bendir til að það breytist. Allavega ekki í bráð. Kannski er um að kenna uppeldinu. Pabbi minn var haldinn mikilli vinstri slagsíðu, eins og einn bloggari orðar það.

Þó er ég hægrisinnaðri en gamli. Ég hef skilgreint mig sem hægri krata eftir að ég komst að því hvar ég stæði og hvað ég vildi, eða vildi ekki.

Ég er til að mynda hlynntur því að skoða af alvöru kosti þess og galla að ganga í Evrópusambandið. Hefja viðræður og sjá hverju þær myndu skila. Ég nenni ekki þessum sandkassaleik og skotgrafahernaði sem hér hefur tröllriðið mönnum og músum.

Ég er líka á þeirri skoðun að ríkisfyrirtæki, eins og RÚV, sem hefur skilgreind menningarleg markmið og öryggisleg, eigi að vera að vasast á almennum auglýsingamarkaði. Mér finnst að slíkt fyrirtæki eigi að sinna sínu hlutverki og vera bara á fjárlögum. Einkamiðlarnir geti svo séð um að mata lýðinn á amerískri froðu og öðru taði fyrir almúgann sem á sér ekki líf. Fjármagnað það með auglýsingum um allskyns óþarfa fyrir hinn sama lýð, sem á sér ekki líf.

En að pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn virkar ekki sexý á mig. Hann er uppfullur af gömlum menntaskólavinum sem setja sér það helsta markmið að hygla hver öðrum og klóra hvers annars bak. Menn mega alveg gera það, í sínum frítíma, en þeir eru ekki á launaskrá hjá mér til þess. Þeir eru ekki að sinna starfi sínu og ég get ekki einu sinni rekið þá, fyrr en eftir 2,5 ár!!

Að sama skapi vilja þeir hvorki sjá né heyra neitt sem kallast Evrópusamband. Auðvitað ekki. Það myndi ógna bræðralaginu sem þeirra tilvist byggir á.

Þó er gullmoli í fjóshaugnum. Skynsöm, hugsandi kona. Kona sem hefur bein í nefinu og er ekki haldin þeirri meðvirkni gagnvart ónefndum manni, sem hinir í flokknum þjást af. Hún kemur fram eins og hún er klædd og segir það sem henni finnst. Vitanlega er ég að tala um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir. Þurfti ég nokkuð að taka það fram?

Það hefur reyndar hvarflað að mér hvort hún væri ekki í röngum flokki. Kannski er þó betra að hún sé einmitt í þeim flokki sem hún er. Kannski henni takist að smita út frá sér heilbrigðri hugsun til annara flokksmanna. Ekki veitir víst af.

Fyrst steig hún fram og talaði í raun fyrir að hefja Evrópuumræður. Núna nefnir hún þann möguleika að taka RÚV af auglýsingamarkaði.

Hún virðist taka hagsmuni fjöldans fram yfir sína eigin, eða einkavina sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ætla ekki að tjá mig um Þorgerði... en Sjálfsstæðisflokkurinn hefur verið dragbitur á íslenskt samfélag í langan tíma... nú er hans tími liðinn... fólk farið að sjá í gegnum eiginhagsmunapotið og allt það...

Brattur, 31.10.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég verð að viðurkenna á mig eina dauðasynd & um leið aðra sem að ætti að vera það.

Ég öfunda þig af því að geta sagt stoltur frá því að hafa aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.

Þá er það af, þrjátíu Maríubænir & ískalt bað ?

Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn heldur og mun væntanlega ekki gera nú nema að byssu verði beint að höbbði mér.

Nananabúbú Steingrímur.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 09:52

4 identicon

Það er bara ekki nóg að koma vel fram. Það er einkenni þessarar stjórn að það er meira um orð en athafnir. Þetta er svona eins ætla að fara í teygjustökk á morgun, liggjandi á dánarbeðinu syndrome. Flott kjelling en þarf að stíga á tærnar á nokkrum flokksdindlum svo hún sé marktæk.

101 (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband