Laugardagur, 1. nóvember 2008
Vér mótmælum allir! .....Nema ég
Eftir fund með sjálfum mér og sófanum, varð niðurstaða sú að ég ætti ekki heimangengt í dag. Byggi ég á Arnarhóli 1 með þeim Boga og Örvari hefði ég kannski tekið þátt, út um gluggann.
Á undanförnum misserum hef ég fengið staðfest að landsmenn eru ekki afkomendur manna frá Noregi, nema að litlu leiti. Við erum fyrst og fremst afkomendur þræla. Írskra þræla líklega. Þrælseðlið er svo ríkt í okkur. Ég er þar auðvitað ekki undanskilinn, svo því sé haldið til haga.
Fyrir nokkrum dögum voru mótmæli í Róm. Þar mættu þrjár og hálf milljón. Ítalir telja sextíu milljónir, svo þar voru samankomin 5,8% þjóðarinnar. Til að jafna það þyrftu íslenskir mótmælendur að ná átján þúsundum.
Hve margir nenna að mótmæla? Kannski hundruðir.
Reyndar er athyglisvert, að nú nefnir Mogginn hærri tölu þáttakenda en Vísir. Þ.e. Mogginn segir ca þúsund en Vísir segir meira en sexhundruð. Miðað við talningu lögreglunnar eru það kannski um þrjú þúsund.
Já, mótmælin. Taka menn ekki Mólótov, tómata og eggjabakka með sér? Nei. Bara skilti, húfu og vettlinga. Svo mæta einhverjir útvaldir búðingar í pontu og rausa. Allt svo settlegt og fínt.
Hmm, mælendalisttinn er....eitthvert fólk sem enginn þekkir. Jú, er svo ekki formaður Sandskötunnar mættur!!
Stulli Jóns og flautukórinn er með. Þá er kannski von að eitthvað gerist. Kannski egg og gaz?
Samt segir mér eitthvað að ekkert muni gerast. Fólk kemur saman, í vettlingunum sínum, hlustar á geldar ræður. Klappar og fer síðan heim og horfir svo á CSI í kvöld. Mætir svo í vinnu á mánudag, sem enn hafa vinnu, tala um hve kalt hafi verið í bænum. Hvernig skuli baka kleinur, eða búa til sultu.
Ekkert gerist og ekkert breytist. Hey!! Annar mótmælafundur að viku! Eins og að bregða sér í bíó.
![]() |
Um þúsund mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er á fullu í því
takk samt
Brjánn Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.