Föstudagur, 7. nóvember 2008
Þegar fólk fær nóg
Það hefur verið í umræðunni að Björn Bjarna & Co væru að efla óeirðalögregluna. Reyndar sá ég því mótmælt í frétt á visir.is í dag, sem ég fann ekki aftur í fljótu bragði og nenni ekki að leita frekar að.
Kannski lögreglan hafi ekki verið að gera neinar ráðstafanir, en kannski hún ætti að gera það. Þ.e.a.s. vilji hún verja gjörðir hinna spilltu valdhafa þegar almenningur hefur endanlega fengið nóg og reiðin springur út í einhverju meira en settlegum mótmælum.
Ég segi þegar, en ekki ef.
Með áframhaldandi þróun mála, upplýsinga- og aðgerðaskorti stjórnvalda, þar sem hvert spillingamálið á fætur öðru kemur upp á yfirborðið líkt og gröftur úr grasserandi sári er ekki spurning um hvort heldur hvenær sýður upp úr.
Menn þurfa að vera heyrnar- og sjóndaprir til að taka ekki eftir kröfu almennings um nýja mynt. Menn þurfa hinsvegar að vera bæði blindir og heyrnarlausir til að taka ekki eftir kröfu almennings um hreinsanir á ýmsum stöðum. Seðlabankinn væri ágætis byrjun, en aðeins byrjun.
En hvers er að vænta þegar sá sem því ræður er annaðhvort algerlega úr sambandi við hvað er að gerast, eða er að pukrast með með það sem gerist?
Geir kannast ekki við Pólverjalán.
og síðan, örfáum tímum síðar...
Geir staðfestir pólska aðstoð.
Eins hafa verið sterkar raddir um að Bretar og Hollendingar muni standa í vegi fyrir láni IMF til Íslands. Hvað mun gerast í því?
Bæði Ungverjar og Úkraínumenn, sem sóttu um lán á eftir okkur, hafa nú þegar fengið sín lán. Hví ekki við?
Sjáum til hvað gerist eftir helgi. Vonandi gengur allt upp, en þangað til ætla ég að færa þessa frétt til bókar.
Æðsti yfirmaður löggæslu og dómsmála hefur verið afar upptekinn af ýmsum hugmyndum og virðist sjá vonda karlinn í hverju horni. Mesta furða að hann hafi ekki ennþá vopnvætt lögregluna að fullu. Kannski hann geri sér grein fyrir að þegar það gerist mun vondi karlinn vopnvæðast að sama skapi. Við höfum dæmin annars staðar frá.
Nú óttast ráðamenn hinsvegar. Þeir hafa sankað að sér lífvörðum, hægri og vinstri. Óttalaus maður gerir ekki slíkt. Óttinn er ef til vill ekki ástæðulaus. Því finnst mér bara ansi líklegt að verið sé að undirbúa löglegluna fyrir óeirðir.
Mér finnst það frekar líklegt. Miðað við þær skoðanir sem dómsmálaráðherra hefur viðrað, finnst mér hann líklegur til þess. Mjög líklegur.
Athugasemdir
Ég fer að mótmæla á morgun með 8 stk af 30mm róm á fingrum.
Thee, 7.11.2008 kl. 20:31
mótmæltu fyrir mig líka. verð uppi í sveit á morgun, við jarðarför
Brjánn Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 20:37
afleiðan er þá: BB -> SS -> SS-sinnep -> sinnepsgas
Brjánn Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.