Forsætisráðherra alls ókunnugur

Það hefur ekki farið fram hjá þjóðinni að forsætisráðherra hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Hugsanlegt er að snúningurinn geti haft slæm áhrif á heilsu hans.

Svo telur Hanz H. Gizurar, snúningslæknir. Hanz, sem nam við The Republican School of Spin Doctors í BNA, segir fyrstu einkennin virðast hafa komið fram fyrir um hálfum mánuði.

„Það var áberandi hve hann virtist ekki alveg vera með sjálfum sér“ segir Hanz. „Þróunin virðist vera dæmigerð. Í fyrstu er fólk ekki með sjálfu sér nema af og til. Síðan fjarlægist fólk sjálft sig meir og meir. Fólk hættir síðan alveg að kannast við sig. Á endanum hættir það að kannast við nokkurn skapaðan hlut. Allt verður ókunnugt og það sjálft líka.“


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Það þarf að viðsnúa manninn.

Thee, 7.11.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband