Smá málfræðifasismi

Þar sem ég hafði öðrum hnöppum að hneppa í dag, verð ég að láta duga að mótmæla heima í sófa og fylgjast með stemmningunni í miðbænum, gegn um netið.

En þá að fasismanum. Það er einn útbreiddur ósiður sem ég get auðveldlega látið pirra mig, á góðum degi. Þegar talað er um jógúrt í hvorugkyni og sagt það jógúrtið.

Í viðhangandi frétt segir, Alþingishúsið sé útatað í eggjum og jógúrti.
Jógúrt er kvenkynsorð og því er húsið atað jógúrt.
Annars ætti fólk heldur að borða hana því hún er bæði holl og góð.


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jógúrt er tökuorð og þess vegna er fólki frjálst að setja það í hvaða kyn sem því finnst þægilegast...

dacope (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

á þeim tíma sem erlent orð er tekið inn í málið myndast kyn þess. hefði orðið verið í upphafi notað í hvorugkyni, væri það vitanlega hvorugkynsorð í dag.

jógúrt er hinsvegar rótgróið íslenskt orð í dag, sem kvenkynsorð.

þótt orð séu upphaflega tökuorð, sem líklega hafa flest verið meira og minna í upphafi, er það engin réttlæting á að þeim sé nauðgað. tökuorð eru líka orð og eiga sinn tilverurétt.

Brjánn Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Thee

Hann sá um þetta fyrir okkur.

Thee, 8.11.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Thee

Æi hann er feiminn.

Thee, 8.11.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fokkaðir upp myndinni. þú reddar þessu

Brjánn Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Thee

Hér er mynd af skrílnum.

Thee, 8.11.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Stjáni óeirðaseggur?

Brjánn Guðjónsson, 8.11.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Thee

Já sá er ruddinn. Hann heimtaði að fara í hermannabuxur en ég leyfði honum ekki að taka byssuna með.

Thee, 8.11.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband