Eru yfirvöld óttaslegin?

Geir Jón, lögregluþjónn, sagði í fréttum að fjöldahandtökur hefðu verið of mikil aðgerð, Þegar fréttamaður spurði hann um viðbrögð við mótmælum dagsins.

Mér varð hugsað hálft ár aftur í tímann. þá söfnuðust nokkrir bílstjórar, ásamt fleira fólki, við bensínstöð uppi í sveit. Þar mætti lögreglan og sprautaði piparúða á mannskapinn og handtók.

Ef við berum saman þessi mótmæli má segja að mótmælin í vor voru lúxusmótmæli. Þá er ég ekki að gera lítið úr þeim sem þar mótmæltu háu eldsneytisverði. Þar voru vissulega menn sem óttuðust um afdrif sín vegna kostnaðar sem væri að sliga þá. Nú er almenningur að mótmæla ástandi sem gæti komið því í þrot og/eða hneppt í áralanga fjárhagslega ánauð.

Þá var hinsvegar ástandið í þjóðfélaginu stöðugt, en ekki núna.

Nú er öldin önnur. Nú stendur þorri þjóðarinnar frammi fyrir að þurfa að súpa seyðið af margra ára bulli sem það ber minnsta ábyrgð á. Fólk er reitt. Öskureitt og það mun bara aukast, verði ekkert að gert.

Þetta skynja Geir Jón og félagar. Yrði mætt með hörku myndi fyrst sjóða upp úr og hið fámenna lögreglulið ætti ekki séns. Jafnvel vopnaðir kylfum og piparúða.

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Þessi íslenska lögregla er bara hreinn viðbjóður, ekki er hún að reyna að halda virðingu sinni. "Leynilöggur" út um allt þarna.

Thee, 8.11.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já ég held að yfirvöld séu nefnilega mjög óttasleginn og ekki að ástæðulausu........

Soffía Valdimarsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:37

3 identicon

Brjánn er þetta myndband með NWA ekki viðeigandi.

http://www.youtube.com/watch?v=2TiMtDhiJ2o&feature=related 

steini tuð (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband