Graðhestamúsík

Mér urðu minnisstæð orð föður míns heitins, sem hlustaði ekki á annað en klassíska tónlist. Þegar eitthvert okkar afkvæma hans spilaði eitthvað harðara en Ragga Bjarna eða Hauk Morthens, var talað um graðhestamúsík.

Með smá uppfærslu á hugtakinu, þá er rokk og ról ekki graðhestamúsík í mínum eyrum. Ég er kominn í hlutverk aldraðs föður sem á börn sem farin eru að hlusta á aðra tónlist en eitthvert barnalagavæl.

Sem betur fer virðast þau hafa þróað með sér þolanlegan tónlistarsmekk, þótt ég sé ekki endilega að pissa á mig af hrifningu yfir öllu því sem þau hlusta á.

Rétt áðan var verið að spila upptöku af Músíktilraunum á RÚV. Þátturinn hófst á þvílíku harðlífisrokki að ég þurfti að herpa mig allan til að halda hægðum. Þvílikt og annað eins. Ef trallallæ hefði verið skilgreint, af pabba gamla, sem graðhestamúsík þá veit ég ekki hvað skyldi kalla þetta.

Endaþarmstónlist. Fretmettaða tónlist, Saurþjöpputóna, Ælugleypitónlist, ...

 

Þá bið ég heldur um eitthvert ræræræ með Hauki Morthens eða Ragga Bjarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að tala um útrásarsöng, er það ekki.

Brandur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta sem ég heyri er meira í líkingu við saurrásarsöng

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 00:52

3 identicon

hahah mr fjasmann .............. eins og talað út úr mínu hjarta, að það skuli vera leift að kalla þetta tónlist.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 02:48

4 identicon

Blessað ungviðið ;)

alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Thee

Thee, 13.11.2008 kl. 09:21

6 identicon

Brjánn þér finst allt sem að er harðara en Páll Óskar vera graðhestamúsik!

þarft að læra að meta gott svona gobbidí gobb, það er eðal sko :) 

Steini Tuð (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta var ekki gobbeddígobb, þetta var eins og að hlusta á stungna grísi. hefði strax verið mun skárra, instrumental.

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 12:04

8 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Endaþarmslög....hummmm ég á eitt. Manstu það er ekki svona brjálað hehehe

Halla Vilbergsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, enda er það allt annað. þar er sungið UM endaþarm, en ekki MEÐ endaþarmi

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 16:55

10 identicon

Tja ég man þá tíð að Iron Maiden þótti harðkjarna nú gæti Raggi Bjarna gert ábreiðu með þeim..

Kgb gamle ven...:)

101moi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:47

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Iron maiden eru meira í hestamannamúsík en þarmagauli

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 23:30

12 Smámynd: Isis

Það er nú ástæða fyrir því að þessi tónlistarsamkunda heitir, kallar og gengur undir nafninu Músíktilraunir...

Músíktilraunir, þá er orðið tilraunir eitthvað til þess að hafa sérstaklega í huga þegar hlustað er á tónlistarfólk, krakka oftar en ekki, í þessari keppni...

...ohh... I just had to... 

takk fyrir kaffið!

Bessewiser 

Isis, 14.11.2008 kl. 01:24

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

úff, fyrr mega nú vera tilraunirnar.

ættu að kallast Músíkþolraunir

Brjánn Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 11:19

14 Smámynd: Thee

Það sem Loga gutta þykir gott og gilt
þykir Brjáni pabba vera heldur villt

Thee, 14.11.2008 kl. 15:37

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

neinei, þetta er allt hitt besta mál. þau eru bæði, föðurbetrungarnir, með prýðilegan smekk og alls ekki hlustandi á þarmagaul. þau eru meira í léttmetinu, eins og gamli.

Brjánn Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband