Ríkis-kó

Án þess að vilja gera lítið úr fyrirtækjum í Kópavogi, þar sem annað hvert fyrirtæki er ekki frumlegra en svo að kalla sig eitthvað er ríkið einhverskonar . Ríkisstjórnin er samsett af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, eins og allir vita. Hálfur Sjálfstæðisflokkurinn kóar sem aldrei fyrr með sínum formanni, sem aftur kóar með sínum fyrrverandi formanni. Ofan á allt saman kóar síðan Samfylkingin með öllu saman. Meir að segja stjórnarandstaðan virðist kóa líka. Jú, þeir reyna þó að fjasa eitthvað.

Ég neita að trúa því að allir þingmenn Samfó séu í kóarahlutverkinu. Varla fyrst það finnast þingmenn Sjalla sem gera það ekki.

Hvers vegna drullast enginn til að taka af skarið og koma í kring að lýst verði vantrausti á ríkisstjórnina og forsætisráðherra? Við þurfum að hreinsa til og skipa starfsstjórn sem hefur götts til að gera eitthvað og það strax. Gera plön um hvernig skuli komist úr kreppunni sem hér ríkir. Lýsa yfir vilja til aðildarviðræðna við €vrópusambandið. Hreinsa til í Seðlabankanum og fjálmálaeftirlitinu. Það þarf að skapa traust. Aðgerðir og stefna skapar traust, en ekki síður fólkið sem að baki þeim stendur. Hafi fólkið ekki traust er alveg sama hvaða sterfnu það setur fram. Það treystir enginn á stefnu sem sett er fram af vantraustu fólki. Það er ekki flókið.

Er málið að á vinnustaðnum Alþingi starfi 63 kóarar og lurður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 SEGIÐ heldur RÍKIS_KAOS.
  
 BURT MEÐ " LIÐIÐ " á þessu svokallaða þingi - ómagana ,sem liggja á okkur. 

Kristín (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Brattur

... það eru alltof margir sem sitja fastir í sínum stólum og axla ekki þessa frægu ábyrgð og segja af sér... þetta fólk brást okkur... fáum nýtt inn... það getur ekki versnað ástandið... stofunum kannski nýjan flokk - KÓ-flokkurinn... ég nenni kannski ekki að bjóða mig fram en ég skal kjósa þig Brjánn ef þú nennir því...

Brattur, 12.11.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki málið Brattur. ég býð mig fram til að fjasa fyrir hond alþýðunnar

Brjánn Guðjónsson, 12.11.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Thee

Já er ekki bara málið að stofna flokk og taka yfir þetta. Held að hver sem er nema þessir 63 geti gert betur.

Thee, 13.11.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þessir 63 eru gamlir og rykfallnir skápar

Brjánn Guðjónsson, 13.11.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband