Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Jónas afþakkar verðlaunin
Jónas Hallgrímsson, rithöfundur, ljóðskáld og bóhem, hefur afþakkað menningarverðlaun menntamálaráðherra. Ráðherra hugðist veita Jónasi verðlaunin fyrir beytingu hans á íslenskri tungu.
Jónas segir að það sé tómt rugl að veita svona verðlaun.
Beyting íslenskrar tungu, hvað? Ég kann bara ekki önnur mál og er því nauðbeygður til að beyta þessu hrognamáli segir Jónas. Þetta er sambærilegt og að sitja uppi með glataða krónu. Ég hef ekki aðra kosti.
Til vara stóð til að veita Megasi verðlaunin, en hann var upptekinn við annað.
Til þrautavara var því Herdísi Egilsdóttur veitt umrædd verðlaun.
Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geðkt kúl.
Thee, 16.11.2008 kl. 17:59
Þér eruð agalegur! :)
Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.