Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður

Kveikjum eld, kveikjum eld, bálið brennur...Þegar ég rakst á frétt á visir.is um viljayfirlýsingu þess efnis að ráðinn yrði reyndur bankaeftirlitsmaður, fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að eitthvað meira lægi undir. Ekki síst þar sem mynd af Seðlabankastjóra fylgdi fréttinni.

 

Við lestur fréttarinnar kom hinsvegar annað á daginn. Jú, verið var að tala um að koma brennuvörgum frá. Hinsvegar ekki helsta brennuvarginum að sumra mati. Nei, hann er hinsvegar einn þeirra sem standa bak við yfirlýsinguna.

Er nema von að íslendingar geri sig að athlægi um heim allan? Það er ekki nóg að þeir skipi afdankaða pólitíkusa í fagstörf, eins og stjórn banka, heldur hafa þeir ekki til þess vit að koma þeim frá þegar þeir hafa gerst sekir um afglöp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Það er ekkert gott til ef það er ekkert illt til.

Thee, 17.11.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband