Mánudagur, 17. nóvember 2008
Talað með rassgatinu - kafli milljón
Enn og aftur trana menn sér fram, talandi með rassgatinu.
Flestir Íslendingar eru sammála um að aðgerðir Breta hafi verið allt of harkalegar og jafnvel ólöglegar. Sér í lagi að ráðast gegn öllu sem íslenskt er. Hinu er ekki hægt að neita að samkvæmt EES samningnum hafa Íslendingar skuldbundið sig að standa undir lágmarkstryggingu á inneign fólks á innlánsreikningum Íslenskra banka, hvar svo sem það er býr innan Evrópu. Það er ekki flóknara en það. Íslendingar hefðu aldrei komist undan að standa við skuldbindingu sína. Er flókið að sjá það?
Vissulega finnst mér að ríkisstjórnin og íslenskar ríkisstjórnir almennt mættu bera meiri virðingu fyrir þinginu. Það breytir því þó ekki, að sama hve menn hefðu rausað fram og aftur um málið á Alþingi, hefðum við þurft að borga. Umræður á Alþingi hefðu engu getað breytt, nema í mesta lagi að fullnægja þörfum sumra fyrir málefnarunk.
Hvers vegna eru menn að reyna að slá sig til riddara með svona rausi? Menn virðast nýta hvert tækifærið til að upphefja sjálfa sig. Menn hafa rausað lengi og það með réttu, en eins og staðan var orðin gat Alþingi engu breytt. Hinsvegar er krafan um að hinir ábyrgu axli ábyrgð sína réttmætari sem aldrei fyrr. Yfir því ættu menn frekar að rausa og málefnarunka.
Vissulega er blóðugt að þurfa að taka á sig skuldabaggann fyrir greifana. Hins vegar lá það fyrir allan tímann og á ábyrgð þeirra sem áttu að fylgjast með. Ríkisstjórnar, Alþingis, Fjármálaeftirlits og Svörtulofta. Vissulega hafa komið fram aðvaranir á vettvangi Alþingis, en þar sem Alþingi virðist einungis vera færibandsafgreiðslubatterí ríkisstjórnar er auðvitað ekki von á að á það sé hlustað.
Hlustar einhver á raus starfsmanna á plani?
Sakar ráðherra um óheilindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.