Vikuleg mótæli eru í tísku

Það er ekki ofsögum sagt af beljueðli íslendinga. Um leið og einhver fær sniðuga hugmynd, fylgja allir á eftir og éta hana hráa. Þetta kallast beljuþvaglátasyndrome í fræðimáli.

Á undanförnum sex vikum hefur skapast sú tíska hérlendis, að mótmæla einu sinni í viku. Hvorki oftar né sjaldnar. Hingað til hefur alþýðan ein haft í frammi mótmæli en nú hafa framsóknarmenn slegist í hópinn.

Bjarni Harðarson reið eftirminnilega á vaðið í seinustu viku. Ekki þá síst fyrir hvaða aðgerðum hann beytti við mótmæli sín. Framdi hann gjörning sem alls óþekktur er hérlendis. Hann tók ábyrgð og sagði af sér. Hvort tveggja er einsdæmi í íslandssögunni, að taka ábyrgð sem og að segja af sér.

Næstu framsóknarmótmælin fóru fram í dag, u.þ.b. viku síðar. Þá sagði Guðni Ágústsson af sér. Var útspil hans nokkuð óvænt. Spennandi verður að vita hver stígi næst á stokk. Valgerður þykir efnilegur kandídat, en óvíst er hvort hún þori. Heimildir herma að hún sé nokkuð spéhrædd þegar kemur að mótmælum.

Nú spyrja menn sig hvað aðrir munu gera. Þá ekki síst Sjálfstæðismenn, sem þykja eiga inni nokkur efnileg mótmæli. Fróðir menn telja þó að þeir muni ekki segja af sér, líkt og framsóknarmenn, heldur muni þeir fyrst og fremst tala af sér.

Reyndar vilja innanbúðarmenn í flokknum halda fram að Sjálfstæðismenn hafi verið á undan framsóknarmönnum. Sjálfstæðismenn hafi fyrir löngu byrjað að tala af sér og þá einskorðist það alls ekki við þingmenn flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko! við íslendingar eru frábærir ,ótmælendur, við mótmælum bara á laugardögum frá klukkan 15-16 vegna þess að sumir eru að vinna virka daga og kanski á laugardögum líka svo þurfum við tíma til þess að versla til klukkan 14 aðrir eru með börn í íþróttum líka.

þannig að það sér það hver heilvita maður að við höfum ekki tíma til þess að vera að þessu mótmæla brassa, já og svo eru auðvitað þeir sem að eru eins og við Brjánn sitjum heima í sófanum og mótmælum þangatil að við erum rauðir í framan.

ég ætla sko ekki í bæinn að mótmæla fyrir en þetta varað svona dönsk já eða frönsk mótmæli það sem að ALLIR koma og gera allt brjálað, ef mapur spáir í það þá voru mótmælin hjá bílstjórum mikið áhrifa meiri, þar varð líka allt brjálað og voða gaman, löggan og læti sko!!     

Steini tuð (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband