Uppboð

þegar ég las frétt á visi.is um uppboð Seðlabankans á €vrum. Varð ég eilítið hugsi. Mér varð hugsað til lóðauppboða Reykjavíkurborgar, sem áttu sinn þátt í háu lóðaverði.

Það er nú þannig að verð ræðst af framboði og eftirspurn. Öll vitum við að framboð á Evrum er miklu minna en eftirspurnin. Ég velti þó fyrir mér hvort uppboðsfyrirkomulag ýti ekki enn frekar undir verðhækkun á evrum, sem hefur vitanlega samsvarandi lækkun krónu, gagnvart Evru, í för með sér.

Kannski er engin önnur raunhæf leið. Kannski uppboð sé réttlátasta leiðin. Enginn vill að ákvarðanir um hver fær og hver ekki, verði teknar á lokuðum vínarbrauðsfundum. Nóg er víst af pólitískum ívilnunum samt. Vonandi er helmingaskiptatímanum (að verða) lokið.

Önnur leið væri að halda Eurolottó og hreinlega draga um hver fengi og hver ekki. Væri það óréttlátt? Sætu þá ekki allir við sama borð, óháð hve mikið þeir geta greitt fyrir? Þannig mætti halda genginu stöðugra.

 

Þetta var bara pæling aukvisa, sem ekkert veit um fjármál Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband