Er Gylfi hættuspil?

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir ljóst að það hafi orðið trúnaðarbrestur milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar.

Mikið rétt......nei, mest rétt.

Þó telur Gylfi hættuspil að fara út í kosningar. „Slíkt geti valdið pólitískri kreppu og kynnt undir verðbólgu.“ Nei, betra er að ríkisstjórnin kasti nokkrum karamellum að alþýðunni, til að róa hana. Skipta út hinum og þessum, sem vissulega þarf að gera líka, en ekki skipta sjálfri sér út.

Er Gylfi ekki líka einn talsmanna verkalýðsforystunnar sem vill standa vörð um það sem einna helst brennir upp eigum alþýðunnar? Verðtryggingarinnar.

„Gylfi Arnbjörnsson segir að miðstjórn ASÍ hafi ályktað um að athafnir Gunnars Páls Pálssonar í stjórn Kaupþings hafi verið ósiðlegar og ósanngjarnar. Eina leiðin til að leysa málið hafi verið að leggja það í dóm félagsmanna. Þessvegna hafi kosningum verið flýtt í verslunarmannafélaginu. Lengra sé ekki hægt að ganga.“

Það þykir semsagt sjálfsagt að halda kosningar í verkalýðsfélagi, til að skipta út þeim sem skitið hafi á sig. Það má hinsvegar ekki viðhafa sömu aðferð þegar kemur að hagsmunum allra landsmanna. Það væri hættuspil!

Er Gylfi sjálfur kannski hættuspil?


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gylfi mun vera Samfylkingarmaður.

Jafn óskiljanlegur fyrir því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Thee

Forystumenn verkalýðsins hafa ekkert verið að vinna vinnuna sína. Þeir eru í sama sheep shaggers félagi og ríkisstjórnin.

Thee, 27.11.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að hann sé þá svartur sauður í Samfó?

Brjánn Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Thee

4l417og

Thee, 28.11.2008 kl. 00:34

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

lús? blóðsuga? afæta?

Brjánn Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvað skyldi Gylfi Arnbjörnsson hafa í mánaðarlaun?

Kv. Jökull

Þráinn Jökull Elísson, 29.11.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband