Ísland árið 1919

Ég rakst á tæra snilld í gærkvöldi. Ég fann tengil sem vísaði á Alþýðublaðið á netinu, frá upphafi.

Allar fjórar síðurnar! Fattaði það ekki fyrst og hélt ég gæti bara séð fyrstu fjórar síðurnar þar sem ég væri ekki skráður notandi að vefnum. Uppgötvaði svo að alla áratugina var Alþýðublaðið aðeins ein opna, með örfáum undantekningum. Magn sem dugar í eina til tvær klósettferðir, allt eftir magni og umfangi.

 

Ég hóf lesturinn, frá tölublaði 1. Þvílík snilld. Málfarið er æðislegt og innsýnin í tíðarandann einnig. Svo ekki sé talað um snilldarlegar auglýsingar. Menningar- og sagnfræðileg fryggð.

Ég las fyrstu 10 - 20 tölublöðin, eða allt fram yfir þingkosningarnar, sem fram fóru þann 15. nóvember 1919. Talandi um að ekki megi boða til kosninga um miðjan vetur, hmm.

Þegar ég las 15. tölublaðið, frá 14. nóvember rak ég augun í nokkuð athyglisvert.

Kjörseðilinn.

Ég hélt áfram lestrinum, nokkur tölublöð í viðbót.

Þarna var einmitt viðhaft það fyrirkomulag sem margir vilja taka upp í dag. Að kjósa menn í stað flokka.

 

Fyrst það var hægt þá, hlýtur það að vera hægt nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband