Ritstjóri segir af sér

Ritstjóri Húsmæðratíðinda, Lovísa Löve, hefur sagt starfi sínu lausu.

Hún var um daginn nöppuð við að hygla sínum saumaklúbbi. Lovísa keypti garn á séstöku tilboði, sem formaður Hannyrðafélagsins, sem hún gegnir jafnframt forstöðu.

„Hún var báðum megin borðsins“ segja heimildarmenn.

Eftir þetta er vitað að Lovísu var boðið starf í einum hinna nýju ríkisbanka. Hún afþakkaði þó á þeim forsendum að dóttursonur hennar starfaði hjá sama banka.

„Það er ekki skaplegt að vinna svo náið með tengdó. Opnar fyri grunsemdir um spillingu“ sagði Lovísa.
Lovísa var gerð útlæg úr Framsónarflokknum eftir þetta. Reyndar hafði hún alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum.

„Í framhjáhlaupi má geta þess að afar, ömmur, mágar og svilar starfa um allt bankakerfið. Ekki síður nú, eftir hrunið.“ segir Lovísa.

„Það er súrt að hafa verið steytt í görn út at garni, en svona gerast bara kaupin á eyrinni.“

Ekki náðist aftur í Lovísu, þar sem hún er dottin í'ða á Klörubar á Kanarí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband