Pallinn

Ég má til með að dásama þennan snilling.

Ég þekki manninn ekki baun. Vorum þó saman í kvikmyndaklúbbi Álftamýrarskóla, fyrir aldarfjórðungi, en ég kynntist honum þó ekki. Hann var ekki sami gapuxinn og ég. Frekar hlédrægur, enda þekkti hann ekki okkur krakkana úr Álftó þar sem hann kom úr öðrum skóla.

En nú, í hárri elli, blómstrar þessi strákur. Já, ég segi í hárri elli. Hann er jafnaldri minn og er ég orðin háaldraður. LoL

Hvar sem hann birtist, í fjölmiðlum, sviðinu á Nasa, eða annars staðar, geislar frá honum einlægnin.
Svo er ég alveg að fíla músíkina hans. Gaf sjálfum mér Silfursafnið í jólagjöf.

Ætti ég hatt tæki ég hann ofan.


mbl.is Hefur aldrei upplifað önnur eins læti í kringum sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Isis

Það er ekki hægt annað en að hrífast með honum. Loksins þegar hann er búinn að *finna sjálfan sig* og farinn að vera hann sjálfur hefur komið í ljós mjög magnaður einstaklingur sem er svo miklu meira en bara umbúðirnar sem hann bjó til sjálfur á árum áður.

Ég í það minnsta ber ómælda virðingu fyrir honum og því sem hann hefur verið að gera í tónlist and onther... fíla ekki endilega allt sem hann hefur gert í tónlist, en viðurkenni þó að ég hef alltaf haft gaman af honum. Enda gerði ég eins og þú og gaf mér silfursafnið hans í jólagjöf

Hann er svona einn af þeim fáu sem hefur átt skilið allt það sem hann hefur fengið á undangegnu ári. Velgengnina og viðurkenningarnar... En nóg af rugli...

Gleðilegt ár á eftir!

Isis, 31.12.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband