Áramótapælingar og aðrar pælingar

Jæja, nú er maður búinn að afgreiða áramótin.

Í gær ætlaði ég að chilla og horfa á Kryddsíldina á Stöð 2. Skil reyndar ekki enn heitið á þættinum. Af hverju ekki Bjúgu? Það er annað mál.

Var of seinn að kveikja og sá bara skilti sem sagði að Kryddsíldinni væri lokið, sökum skemmdarverka.

„Vá! Allt í gangi.“ Hugsaði ég.

Í dag hef ég verið að afla mér upplýsinga um téð skemmdarverk og mótmælin sem þarna voru. Sitt sýnist hverjum og þar sem ég var ekki á staðnum læt ég vera að hafa skoðun á málinu. Gerði þó athugasemd við hana systur mína, sem er lögreglukona, að þeir öskruðu „GAS“ þegar þeir væru að sprauta vökva, en ekki lofttegund. Eins sagði löggan með gjallahornið að prautað yrði táragasi. Piparsprey og táragas eru tveir ólíkir hlutir. Jú appelsínur og epli eru vissulega hvoru tveggja ávextir. Það gerir þó ekki appelsínur að eplum.

Heyrði svo í fréttum áðan að þrír hefðu verið handteknir. Veit ekki fyrir hvað. Þeir eiga yfir höfði sér 10.000 kr. sekt. Fyrir hvað? Að mótmæla?

Annars eyddi ég gamlárskvöldinu hjá systur minni. Alveg eðal, eins og venjulega.

Góður matur og góður félagsskapur. Já, gott rauð- og freyðivín líka en aðal atriðið að góða skapið var á staðnum.

Þetta var líka einskonar kveðjuteiti, þar sem hún fór utan í dag. Til Líberíu, í friðargæslu. Ég sé hana ekki aftur fyrr en á páskum.

Ein hefð hefur skapast í þessum gamlárskvöldsboðum systur minnar. Svilkona hennar er Þýsk. Í Þýskalandi hefur verið áralöng hefð fyrir að sýna eina mynd (stuttmynd) á gamlárskvöldi. Myndin er bresk og heitir „Dinner for one.“

Eftir matinn horfum við á „Dinner for one“ á DVD. Þar er gamla konan, hún Sophie, sem hefur alltaf boðið til sín vinum um áramót. Fyllibyttunni, þýska aðmírálnum, hommanum og flagaranum. Þeir eru allir dauðir en hún heldur þeim samt veislu áfram. Þjónninn hennar þarf því að leika þeirra hlutverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband