Ónytjungar!

Einhversstaðar væri fyrir löngu búið að taka fram hand- og fótajárn, en ekki á Íslandi. Ó nei. Það má nefnilega ekki persónugera neitt. Ekki einu sinni glæpamennina sem frömdu glæpina. Betra að sleppa því og láta þjóðina taka út refsinguna.

Menn hafa verið sekir fundnir fyrir að koma undan lægri upphæðum, rétt fyrir gjaldþrot.

Hún amma mín sagði mér, svo ég vitni í frægt viðtal, að þeir sem hylmdu yfir glæpi gerðust meðsekir. Gerðust þar með glæpamenn sjálfir.

Er ekki verið að hylma yfir hér? Alla vega sér enginn ástæðu til að kalla til lögreglu, hvað þá meir.

Yfir þá sem við stjórnvölinn sitja má nota eitt gott orð.

Ónytjungar.


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, rétt hjá þér.

Hversu öruggt er kerfi sem virkar á þann hátt að geta lánað á eigin skuldabréf og fara svo á hausinn? Þá hafa peningarnir hreinlega verið mokaðir út í tonnatali án þess að geyma kvittunina af þeim því, jú við erum svo góð í fjármálum að við förum ekkert á hausinn. Þetta fyrirkomulag er það versta sem komið hefur fyrir þetta land og alveg ótrúlegt að Íslendingar sem þjóð eiga að gjalda fyrir mistök bankanna. Afbrotamenn fara á sakaskrá og þar með eru þeir persónugerðir, er þetta ekki afbrot á hærra stigi (jæja, úps við gleymdum lögum fyrir svona atvik og eins og allir vita þá eiga dómstólar einungis að fara eftir framvirkum lögum til að framfylgja réttarríkinu).

Nú er ég enginn viðskiptafræðingur/hagfræðingur en ætti ekki að vera gert ólöglegt fyrir íslensk fyrirtæki að samþykkja veð í skuldabréfum sem þau gefa sjálf út gagnvart láni sem fer svo erlendis? Hérna er verið að byggja hraðbraut frá ríkissjóðnum (sem kláraðist af óþekktum ástæðum) til útlanda í formi ábyrðgar.

Þetta er allavega mín skoðun í augnablikinu þar til einhver vitrari leggur til máls.

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:29

2 identicon

Og svo er thad allt Brown og Darling ath kenna hvernig for?

Yea right.......Someone had to stop Kaupthing....The Icelandic Government sat and watched it all happen...

Fair play (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hún amma þín veit sínu viti.

Anna Einarsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Brattur

... það er gjörsamlega óþolandi að það eigi ekki að taka einhvern og rassskella opinberlega...

Brattur, 19.1.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Úr orðabókinni:

 
land·ráð HK FT
1
lögfræði/félagsfræði
• brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við, föðurlandssvik
2
fornt/úrelt
• stjórn, ráð yfir landi
___________________________
 
landráða·maður KK
1
• maður sem svíkur land sitt, föðurlandssvikari
2
fornt/úrelt
• landstjórnandi
___________________________
 
Þetta fer nú að verða nokkuð ljóst, er það ekki?
 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband