Þriðjudagur, 20. janúar 2009
20. janúar 2009
Er dagurinn sem lögreglan stimplaði sig endanlega inn sem óvin fólksins.
Fólk safnaðist saman til að mótmæla og framkalla hávaða. Varla telst nokkuð ofbeldisfullt við það?
Lögreglan gerði sig seka um að handtaka börn og meisa fólk að ósekju. Svo sem ljósmyndara sem einungis voru að taka myndir.
Friði mætt með ofbeldi.
Meðan ekkert breytist þarf engan eldflaugavísindamann til að sjá að mótmælin munu halda áfram.
Fólki er ofboðið. Fólk hefur fengið upp í kok.
Það eru engin ný sanninndi að þegar lögregla vopnast, vopnast einnig þeir sem þurfa við hana að eiga.
Ég tel það því aðeins tímaspursmál að lögreglan þurfi að eiga við vopnað fólk. Held þeir hafi kúkað á bakið í dag.
Mér fannst við hæfi að hafa fyrirsögnina í anda dómsmálaráðherra.
PS. Sama hvaða viðtengd blogg maður skoðar, við fréttir dagsins. Það virðast allir vera komnir með upp í háls. Engir já-menn ríkisstjórnarinnar voga sér að blogga. Þeir virðast allir húka í grenjum sínum og bíða betri dags.
Ekki einu sinni Hannes Hólmsteinn. kannski hann hafi verið beðinn að halda kjafti. Gott ef satt er.
Athugasemdir
Ég held að löggan hafi gert þetta í dag til að sýna tennurnar. Að nú muni hún beita mótmælendur miskunnarlausu ofbeldi. En áfram heldur fólk að mótmæla. Þetta er bara byrjunin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.