Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Íslenska lýðræðisvakningin
Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir lýðræðisvakninguna sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Almenningi er ofboðið allt ruglið.
Lýðræðisvakningin varð ekki til inni á Alþingi. Nei, hún varð til á Austurvelli. Smitaði svo út frá sér um samfélagið. Kröfur um breytingar urðu að kröfum um enn meiri breytingar. Stofnaðir hafa verið allskyns hópar.
Nú sjáum við íslendingar, sem höfum löngum verið seinir til mótmæla og að láta í okkur heyra, að mótmæli virka. Á endanum verður vilji þjóðarinnar ofan á.
Til hamingju Ísland.
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lengi lifi byltingin!
Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2009 kl. 20:51
Til hamingju, sömuleiðis. Þú mætir alltaf á Austurvöll, er það ekki?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 02:08
hef reyndar ekki alltaf mætt
Brjánn Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 10:22
Já þetta er flott. Sko, ég hef nefnilega enga trú á nýjum framboðum til að breyta innanfrá.
Um leið og þú ert kominn inn á þing, sama hverjum þú tilheyrir þá ertu fastur í svörtu geli.
Þú kemst hvorki lönd né strönd.
Þess vegna stjórnlagaþing.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 13:31
svart gel, segirðu. svona eins og ormaslímið sem krakkar léku sé með í gamla daga.
Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.