Kerfisstjóra-syndrome

Nei, ég ætla hvorki að skrifa um kreppu né stjórnmál. Er eiginlega kominn með hálfgerða þjóðmálaeitrun og þarf að hafa mig allan við að logga mig inn á bloggið, þessa dagana.

Ætla að hugleiða um kerfisstjóra. Réttara sagt um öryggisparanoju þeirra og lykilorðareglur.

Án tilefnis varð mér hugsað til kerfisstjóra. Þ.e.a.s. um lykilorðareglurnar þeirra. Kerfisstjórar eru einn paranojaðasti þjóðfélagshópur sem til er. Þeir nota gjarnan bæði belti og axlabönd.

Sumt fólk velur sér fáránleg lykilorð að tölvunum sínum. Kannski nafnið sitt, eða afa síns. Aðrir velja sér aðeins flóknari lykilorð, en til að muna þau skrifa þeir þau á gulan miða sem settur er undir lyklaborðið eða límdur á skjáinn.

Svo eru aðrir sem leggja þau einfaldlega á minnið.

Kerfisstjórarnir horfa á fyrrnefnda hópinn.

Einhverjum snillingnum, í hópi kerfisstjóra, datt í hug að setja notendum reglur. Lykilorð verður að hafa lágmarkslengd og verður að innihalda a.m.k. einn stóran staf, einn lítinn staf og einn tölustaf.

Tillagan líklega borin fram á sameiginlegu alþjóðaþingi kerfisstjóra og axlabandaframleiðenda í Jönköping.

Samþykkt með rússneskri kosningu.

Það er þannig með okkur mannfólkið að við notum einhverskonar kerfi til að muna. Hvert okkar á sinn hátt. Sjálfur nota ég mitt kerfi til að semja og muna lykilorð. Þau geta vel innihaldið allar gerðir af stöfum, en til að muna verður að vera einhverskonar lógík í lykilorðinu. Ég myndi t.d. aldrei muna lykilorðið H8gt5av0MQ1, svo dæmi sé tekið.

En tískan hjá kerfisstjórunum er ekki bara að neyða notendur til að nota allar stafagerðir. Ó nei. Á tveggja mánaða fresti er ég t.d. neyddur til að skipta um lykilorð, í vinnunni. Tilgangurinn er vitanlega að auka öryggi og er það vel. Hinsvegar er lykilorðasagan skráð og get ég ekki endurnýtt gamalt lykilorð. Því verð ég að alltaf að semja nýtt. Eftir því sem lykilorðunum fjölgar gerist tvennt. Mér reynist erfiðara að semja ný lykilorð sem ég treysti mér til að muna og hitt, að ég ruglast gjarnan á gildandi lykilorði og eldri lykilorðum. Svo ég tali ekki um þegar ég þarf að logga mig inn í kerfi sem ég hef ekki loggað mig inn í lengi. Þá man ég kannski ekki lykilorðið, því það er alltaf að breytast.

Eins og áður sagði þá nota ég, eins og aðrir, eitthvert kerfi til að muna lykilorð. Minni  mitt hefur þó takmörk, þótt ég eigi auðveldara að muna slíkt en margir aðrir.

Á endanum verður maður uppiskroppa og verður að semja lykilorð í stíl við H8gt5av0MQ1.

Þá grípur maður bara til gula miðans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Brjánn, var sjálfur að vinna hjá fyrirtæki sem að þurfti að skipta um mánaðlega í sumum kerfum öðrum á tveggjamánaðr fresti. alveg skelfilegt.

ég tók þá á það ráð, að hafa möppu á á vélini sem að ég geymdi öll lykilorð, nema lykilorðið á vélina. en þá fokkast upp þetta svo kallaða öriggi heheh, en ég lét kerfinn heita eitthvað annað, eins og Sap fékk nafnið "viðbjóður." sem og Sap er     þannig að þá stóð kanski "viðbjóður Bilprof 1985"   sem þíddi sem sagt að passwordið á Sap var Bilprof1985.

virkaði mjög vel hjá mér sko :D 

Steini tuð (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband