Miðstýrðar pabbahelgar

Ég heyrði, í útvarpi í morgun, samtal við mann sem á fjögur börn með þremur konum.

Ein spurningin til hans var, hvernig skipulagið væri með pabbahelgarnar og þar sem pabbahelgar eru hálfsmánaðarlega, hvort ekki yrði eitthvert barnanna útundan í hvert skipti.

Honum hefur tekist að koma málum þannig fyrir, ásamt barnsmæðrum sínum, að hann getur haft öll börnin í einu. Gott fyrir hann en ekki síður fyrir börnin, sem ná þannig að kynnast systkinum sínum og vera leikfélagar.

Ég hugsaði þó sem svo að örugglega eru margir sem ekki geta skipulagt pabbahelgar með þeim hætti. Fólk sem á börn með fleiri en einum aðila. Geta verið hvort heldur er karlar eða konur. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir systkini að fá að kynnast og vera saman. Svo getur verið ágætt fyrir foreldrana að fá smá „time off“ svona til að eiga smá sósíal líf.

Þá datt mér í hug, fyrst við erum með vinstri stjórn og vinstri menn eru gjarnari á miðstýringu, hvort ekki væri bara málið að setja lög um pabbahelgar. Mömmurnar gætu átt oddattöluhelgarnar og pabbarnir sléttratöluhelgarnar, eða öfugt.

Með slíku fyrirkomulagi mun margt vinnast.

Vinir, sem eiga börn en eru ekki í sambandi,  ættu alltaf fríhelgar saman og gætu farið saman á tjúttið. Þá gildir sama um karlkynsvini eða vinkonur. Að sama skapi ætti fólk, þegar það fer á tjúttið, aldrei á hættu að rekast á fyrrverandi, þar sem fyrrverandi væri heima hjá sér með börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði líka þennan þátt. Ömurlegt útvarpsefni. Eiríkur og Reynir, drykkjustrumpur og hasbín ritstjórinn sem kom upp um massífan óheiðarleika sinn. Þeir eru eeeeeeengan vegin að geta gert gott prógramm.

Jóhann F (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skal ekkert segja um þá sem persónur, en í þessum þætti voru þeir alltaf að kynna fv. konu Hebba "can't walk away". hinsvegar mætti hún aldrei. samt töldu þeir hana upp, í lokin, sem einn gestanna sem hefðu komið í þáttinn. frekar kjánalegt.

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband