Núll prósent líkur

Veit reyndar ekki hvort núll prósent líkur séu á að Davíð hætti „sjálfviljugur“ eða láti henda sér út. Ekki veit ég heldur hvað bréf hinna tveggja stjóranna innihéldu.

Umskipti í bankanum hafa með traust samfélagsins og ekki síður alþjóðasamfélagsins á honum að gera. Hefur ekkert með persónur Davíðs, Eiríks eða Ingimundar að gera. Þótt þeir væru Gísli, Eiríkur og Helgi, þyrfti að skipta þeim út.

En aftur að núll prósent líkunum.

Ef Davíð Oddson hefur verið svona sannfærður snemmsumars 2008 um að bankarnir færu á hausinn. Að núll prósent líkur væru á að þeir lifðu af, eins og hann sagði. Hví samþykkti hann þá, ásamt meðstjórnendum sínum, að lána Kaupþingi 200.000.000.000, tvö hundruð þúsund milljónir, korteri áður en sá banki var ríkisvæddur þegar ljóst þótti að Kaupþing færi í þrot? Þegar vitað var, samkvæmt hans orðum, að peningarnir væru settir í hít.

Getur einhver svarað mér því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... það er erfitt að setja sig inn í hugsunarhátt Davíðs Oddsonar... en ætli óeirðalögreglan verði send inn í bankann að ná í hann ef hann fer ekki sjálfur? það væri fyndið...

Brattur, 7.2.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætli verði ekki farið vægar í hlutina. skipt um skrár eða aðgangskóða. svo er líka vörður í anddyrirnu sem þarf að hleypa fólki inn. hann verður endurforritaður.

Brjánn Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband