Semja fyrir aðra, en þó aðallega fyrir sig sjálfa

Þetta verkalýðsforkólfalið ætlar að sitja fast á sínu.

Ég ætla svo sem ekki að leggjast gegn því. Tel marga, ef ekki flesta ekki veita af smá launahækkun, nú á tímum verðbóta og vaxta, sem allt eru að drepa.

Þeirra hagur liggur þó ekki í laununum mínum, eða þínum. Ekki beint, en óbeint.

Þetta er allt saman meira og minna sama liðið. Verkalýðsliðið og lífeyrissjóðaliðið.

Einmitt.

Þeirra hagur af hækkandi launum er að sjá hærri upphæðir greiddar í hítirnar, sem kallast lífeyrissjóðir.

Hítirnar sem fólk fær síðan greitt úr, nái það gamalsaldri. Deyi það fyrir þann tíma tapast lífeyrinn. Alla vega erfist hann ekki. Fer líklega í að smíða sumarhús.
Lífeyrissjóðsgreiðslur skerða ríkisellilífeyri Tryggingastofnunar.
Þeir einir sem nógu andsk***** mikið hafa náð að safna í lífeyrissjóð munu koma út í plús. Hinir væru jafn vel settir, hefðu þeir aldrei greitt krónu í lífeyrissjóð. Þeir fá samt lágmarkslífeyrinn frá TR.

Forkólfarnir munu verja verðtrygginguna út í rauðan dauðann, til að vernda eigið rassgat og eigið verðbréfabrask sem hefur orsakað neikvæða ávöxtun margra sjóða.

Orðabók menningarsjóðs á gott orð yfir forkólfa: afætur [n. kvk.  e-h sem nærist á öðrum].


mbl.is Staðið verði við launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er eg sammala

reynir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband