Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Á bak við tjöldin
Nú er ljóst að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF), stjórnar Íslandi bak við tjöldin.
Þjóðirnar í kring um okkur, sem og fjarlægari þjóðir, hafa undanfarið unnvörpum lækkað stýrivexti niður í gólf til að efla sín hagkerfi. Hér á landi er því öfugt farið. Hér eru vextirnir að brjótast upp úr loftinu.
Ástæðan er tilraunaverkefni IMF. Sú stofnun er ekki beinlínis þekkt fyrir vel unnin verk. Meira hefur farið fyrir hrakfara- og hörmungasögum úr fortíðinni, þar sem sú stofnun hefur ekki bara skitið upp á bak heldur alla leið upp á hnakka.
Nú hafa þeir þessa fínu tilraunarottu. Þrjúhundruðþúsunda manna samfélag í rassgati. Þvílík hátíð fyrir tilraunaglaða bjána.
Jón Baldvin fór mikinn á haustdögum og talaði fyrir að stjórnvöld ættu að leita til IMF. Hann getur trútt um talað, með Bryndísi sína sem er þekkt fyrir hagsýni og kaupir bara ódýran marhnút í soðið.
Er ekki tími til kominn að gefa þessu apparati fingurinn?
Peningamálastefnu ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.