Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Óvinir oss
Betar hafa nú ákveðið að úthýsa Abu Qatada. Maður sem hefur ógnað vesturlöndum í fjöldamörg ár. Hann er innsti koppur í búri í hinum alræmdu hryðjuverkasamtökum, Al Anon.
Eins og flestir vita eru Al Anon samtökin, samtök hinna nafnlausu Al Queda liða.
Því ber að uppræta þau samtök sem fyrst, svo ég og fjölskylda mín getum búið áfram áhuggjulaus í húsinu okkar sem fyrrum var heimili einhverra bannsettra palenstínuaraba.
Það er gott til þess að vita að bresk stjórnvöld eru af fullum heilindum að berjast gegn hryðjuverkum. Ekki síst með notkun hryðjuverkalaga gegn vafasömum saumaklúbbum frá Wales.
Gordon Brown er minn maður.
Vísa klerki úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mættu fleiri fara með.
Þráinn Jökull Elísson, 19.2.2009 kl. 02:08
Er að lesa mjög fína bók, sem heitir Morðin í Betlehem, e, Matt Rees.
Að upplagi sakamálasaga, en þó fyrst og fremst áhugaverð, mannleg og fallega skrifuð greining á ástandinu á þessu svæði.
Mæli með henni við alla sem vilja fá næmari tilfinningu fyrir því sem þarna er að gerast.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 06:51
Hvað eru mannréttindasamtök að halda verndarhendi yfir þessum manni? Þvílíkir fávitar í þessum samtökum.
Maðurinn er and-vestrænn og hatar vestræna/kristna menningu og starfar fyrir samtök sem hafa það á stefnuskrá sinni að allur heimurinn verði undirlagður Íslam og stjórnað af Khalifa-einveldi skv. ströngustu kennisetningum hinna Íslömsku Sharía-laga Kóransins.
Hvað er að þessum fábjánum í þessum mannréttindasamtökum.
Jónas G. Jónasson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:45
Gordon Brown er ekki maðurinn þinn. Hann er giftur fyrir og einnig er hann pappakassi og pappakassar eru ekki fólk.
Fólk veltir fyrir sér ástæðu þess hví maður sem hatar vestræn ríki búi í Bretlandi en hún er einföld, maðurinn gjörsamlega elskar að skola fish´n chips niður með hressandi Pepsi.
En í allri alvöru þá verða bretar að hætta kenna öðrum um vandamál sín. Fyrst Íslendingar og núna palestínumenn.
Gunnar Stefánsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.