Olíuverðmæti

Goami NDip

Goami NDip 

 

 

 

Þannig er það hér í Gambíu, að ólíuverð er í hærri kantinum. Við kaupum olíu aðallega frá Kuwait. Þegar olíuverð hækkar, hækkar lítrinn sem ég þarf að setja á Land Roverinn. Þegar verðið lækkar, lækkar lítraverðið. Svona eins og maður gerir ráð fyrir.

Mér skilst að þessu sé öðruvísi farið norður á Íslandi. Þar hækkar bensínlítrinn með hækkandi olíuverði, en lækkar aldrei. Mér skilst að þá grafi menn upp eitthvað sem kallast íslenskar aðstæður.

Hér í Gambíu er þó vatnsskortur að hrjá okkur meira en olíuskortur. Kannski umhugunarefni fyrir vini mína í norðurhöfum sem sóa vatninu eins og nóg sé af því. Láta sturtuvatnið buna meðan þeir raka á sér táneglurnar.

 Með kveðju frá Gambíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband