Fimmtudagur, 12. mars 2009
Gólfið hlýnar hratt
Vísindamenn heimsins eru nú samankomnir í Randers, á Jótlandi. Þar leita þeir leiða við að leysa vandann um hlýnun jarðar.
Meðal þeirra er hinn íslenski Guðbrandur Guðmundsson.
Í símaviðtali segist Guðmundur vel skilja viðhorf breskra og þýskra. Enda þurfi þeir að kynda með gasi.
Ég sagði þeim frá heita vatninu okkar. Þeir pissuðu næstum á sig af spenningi og hrifningu.
Ég sagði þeim líka að hiti sé nú ekki sérlegt vandamál á Íslandi. Alltaf væri hálf kalt í stofunni minni. Það væri hinsvegar vegna þess að bílskúrinn undir henni væri yfirleitt ókyntur. Ég sagðist jafnframt hlakka til hlýrra veðurs af völdum heimsvolgnunar.
Þá var ég bara barinn í buff.
Guði og ésú sé lof ég minntist ekki á hvalveiðar.
Jörðin hlýnar hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.