Föstudagur, 20. mars 2009
Jahhá, þaðernebblegaþað
Víst er það rétt, að fólk gerir mistök. Grunngildi gera ekki mistök heldur fólkið sem setur þau.
Fólk getur klikkað í að fara eftir grunngildunum. Gert mistök. Fólk getur líka haldið grunngildin í heiðri, en samt klúðrast allt.
Hvar liggja þá mistökin? Varla hjá þeim sem fylgdu grunngildunum. Þeir gerðu allt eftir bókinni.
Ekki grunngildin sjálf, því þau gera ekkert, heldur segja aðeins til um hvað skuli gera eða gera ekki.
Þá stendur eftir, fólkið sem setur grunngildin. Hver setur grunngildi Sjálfstæðisflokksins? Eru það VG, Samfó eða Framsókn?
Varla.
Eru það ekki Sjálfstæðismenn sem gera það?
Jú. Lá það ekki í augum uppi allan tímann? Þurfti langtíma nefndarsetu, með tilheyrandi vínarbrauðaáti, til að komast að því?
Hver er svo lausnin? Við höfum tvo möguleika, því fyrir liggur að fólk gerði mistök en grunngildin ekki.
a) Þótt grunngildin bregðist ekki, geta þau hinsvegar verið arfavitlaus, en þá eingöngu vegna þess að þeir sem settu þau eru/voru arfavitlausir.
b) Svo getum við haft allsendis sallafín grunngildi, en þeir sem fara/fóru eftir þeim eru/voru arfavitlausir.
Munum, að fyrir liggur að fólk brást en grunngildin ekki. Því koma ofantaldir möguleikar einir til greina.
Þá má af því leiða að séu arfavitlausum grunngildum fylgt á óvitlausan hátt verður útkoman afravitlaus. Að sama skapi má leiða út að séu óvitlausum grunngildum fylgt á arfavitlausan hátt verður útkoman líka arfavitlaus.
Hmmm, hvernig getum við þá fundið okkur rök fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef útkoman verður alltaf arfavitlaus, sama hvað? Þetta ætlar að verða flókið.
Prófum að setja þetta upp í Sjálfstæðisjöfnuna:
Mínus framan við breytu táknar að hún er arfavitlaus. Annars er hún óvitlaus.
G = Grunngildi.
F(G) = Framkvæmd grunngilda.
S = Sjálfstæðisstefnan (útkoman).
þá er valkostur a á þessa leið:
S = F(-G) (útkoman er -S, sem er arfavitlaus).
Valkostur b yrði á þessa leið:
S = -F(G) (útkoman er -S, sem er arfavitlaus).
Til að fá jákvæða útkomu þarf annað tveggja að breytast. Neikvætt G verður að verða jákvætt, eða Neikvætt F að vera jákvætt.
Miðað við upptalningarnar í fréttinni, um hverju sé um að kenna, virðist nefndin telja að framkvæmd grunngildanna hafi klúðrast ( -F(G) ). Hins vegar mátti skilja á fv. forsætisráðherra okkar að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. Sama má segja um Hólmstein. Hólmsteinn telur reyndar líka að grunngildin séu góð og gild, en það er annað mál.
Alla vega. Að því gefnu að grunngildin séu óvitlaus verða Sjálfstæðismenn að skipta algerlega um fólkið sem framfylgir þeim, þar sem fyrir liggur að fólkið sem hingað til framfylgdi henni gerði það á arfavitlausan hátt. Hinsvegar má ekki greina slíkt í úrslitum undanfarinna prófkjöra þeirra. Sjóður 9 meira að segja sigurvegarinn í borginni.
Þá er eina von þeirra, sem af gömlum vana vilja kjósa flokkinn, að grunngildin séu arfavitlaus og fólkið muni framvegis fylgja þeim með arfavitlausum hætti. Tvöföld neitun vegur sjálfa sig upp.
Þá má fá -F(-G) = S. Þá getur Hólmsteinn haldið áfram gasprinu um gróðann og grillið og allt í gúddí.
Fólkið brást, ekki stefnan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Vidbjódslegur flokkur og vidbjódslegt fólk.
Vatn í glasi (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:59
Samlíking þessarar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins við málstað byssuglaðra hvítra Ameríkana og hins kolklikkaða Charlton Heston er skuggalega rétt.
NRA: „Guns don't kill people, people kill people"
NRA: „Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk"
XD: „Stefna drepur ekki hagkerfi heillar þjóðar, fólk drepur hagkerfi heillar þjóðar"
Sjálftökuflokksmenn eru endanlega orðnir klikk.B Ewing, 20.3.2009 kl. 23:34
Þér eruð bara snilldin ein!
Soffía Valdimarsdóttir, 22.3.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.