Hávaðablogg

Ég hef áður bloggað um hávaðasaman nágranna. Þennan sem sem fer í bílskúrinn sinn annað slagið til að þenja bíldrusluna sem hann á þar. Einhver voða fínn gamall kaggi sem aldrei er notaður, en þaninn öðru hverju í skúrnum og fyrir utan hann, til hátíðabrigða.

Hann býr á hæðinni fyrir ofan. Þ.e. nágranninn. Kagginn býr í skúrnum.

Téður nágranni á líka hund. Pínulítið kvikindi. Hundurinn dundar sér við að hlaupa um íbúðina á kvöldin. Allt í lagi með það, væri ekki fyrir klærnar á honum. Greinilega stafaparkett þar, límt á gólfið.

Það er kvöldviss viðburður hér á bæ að bölva hundskvikindinu. Þó dettur mér ekki í hug að vera með nánari leiðindi vegna þess og mun ekki vera með neitt vesen til að koma hundinum burt. Hann á sinn tilverurétt. Læt mér fjasið duga.

 

Nú er greinilega barnaafmæli í næstu íbúð. Ærandi hávaðinn mætti mér á ganginum við heimkomuna áðan. Rétt í þessu voru u.þ.b. 20 indíánar að góla úti á svölum, svo hátt að ég hefði ekki heyrt í mér hefði ég reynt að tala við sjálfan mig.

Hið besta mál. Mér finnast börn eiga að hafa stundum hátt. Það er til merkis um að þau eru lifandi og full af orku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þessi færsla ber þess merki að þú ert á góðri leið á þroskabrautinni... hávaðalaust...

Brattur, 4.4.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband