Laugardagur, 4. apríl 2009
Íslenska útrásin...
...er enn í fullum gangi.
Nú eru það hinsvegar ekki fjárglæframenn á einkaþotum, kaupandi dótabúðir og sláandi um sig með stórstjörnum í afmælisveislum.
Nei. Það er liðin tíð. Nú er það útrás íslensku búsáhaldabyltingarinnar.
Mið-Evrópubúar hafa nú séð bjútíið í íslensku búsáhaldabyltingunni og lemja nú trumbur og potta, með klúta fyrir vitum sér. Lögreglan hefur einnig fetað í fótspor kollegga sinna á íslandi og klæðast svörtum brynjum. Meira að segja sumir þeirra hafa tekið allann pakkann. Klæðast svörtum brynjum OG hafa klút fyrir vitum sér, eins og sjá má á lokasekúndum viðtengdrar fréttamyndar.
![]() |
Átök í Strassborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Okkur er þá ekki alls varnað. Hélt að við hefðum ekki upp á neitt að bjóða. En þetta er gott mál.
Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 14:53
"Þeir hafa séð bjútíið í búsáhaldabyltingunni" ..... brilljant setning.
Anna Einarsdóttir, 4.4.2009 kl. 16:49
Ísland er ekki bara best í heimi, heldur lang stórasta land í heimi.
vikjum Dorrit!
Brjánn Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.