Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Tómt vesen vegna flaggskipa víkingaskipaflotans
Enn af vandræðagangi Sjálfstæðismanna. Pínlegt fyrir þá að lenda í þessum vandræðum svona korteri fyrir kosningar.
Nú er ekki bara komið fram að eitt helsta flaggskip skipaflota útrásavíkinga hafi gaukað að þeim 30 milljónum, heldur liggur einnig fyrir að annað flaggskip, þeirra Björgólfa, gaukaði að þeim 25 milljónum.
Allt virðist hafa farið framhjá þeim sem höfðu umsjón með batteríinu, Sjálfstæðisflokknum. Bara obbossí og 55 millur birtast á reikningnum sisona, án þess að neitt taki eftir því. Líklega hafa ræstitæknirinn eða húsvörðuninn séð um bókhaldið fyrst enginn forystumaður flokksins gerði það.
Vitanlega getur þetta ekki þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft hagsmuna að gæta gagnvart útrásarvíkingum og enn síður að hann hafi tengst útrásarvíkingum að neinu leiti. Enda vissi enginn neitt.
Mín ályktun hlýtur því að vera sú að húsvörðurinn eða ræstitæknirinn í Valhöll hljóti að vera aðal útrásarvíkingarnir. Enda veit hver maður að ræsti- og húsvarðastörf eru hálaunastörf og endalausar sporslur sem þeim fylgja, s.s. kaupréttasamningar og bónusar.
...
Breaking news!
Nýjustu fréttir herma að Geir Hilmar Haarde segist hafa samþykkt móttöku greiðslanna og beri ábyrgð á málinu.
Aha! Svo Geir hefur haft aukavinnu, sem húsvörður og ræstitæknir í Valhöll. Væntanlega í hlutastarfi.
Þá vitum við það.
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á gömlum vinnustað mínum höfðum við fyrir reglu að ef eitthvað fór úrskeiðis að kenna einhverjum fjarstöddum um. Þannig var komist hjá karpi og rifrildum. Þetta svínvirkaði.
Nú er Geir Haarde hættur og farinn. Þá getur komið sér vel að skella bara skuldinni á hann og þar með eru karlarnir í vinnunni stikkfrí.
Haraldur Hansson, 8.4.2009 kl. 19:27
Já, Geir tekur á sig sökina í örvæntingafullri tilraun til þess að lágmarka skaðann. En skaðinn er skeður og það væri fróðlegt að vita hvaða aðra "styrki" þeir hafa fengið frá fyrirtækjum sem nú eru flest hver þrotabú. Kannski á frekar að kalla þetta mútur.
Guðmundur Pétursson, 8.4.2009 kl. 19:35
ég beðst velvirðingar á reikniskekkju minni, er ég summeraði þetta í í 45 millur í stað 55.
Guðmundur: hann er ekki ýkja trúlegur, málflutningur Sjalla. hvort um er að ræða mútur skal ég ekkert segja um. kannski friðþægni.
Brjánn Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 20:31
rétt Haraldur. ágætt að láta einhvern fyrrverandi og nú fjarverandi taka á sig sökina. að sama skapi ótrúverðugt.
Brjánn Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 20:33
ÁSKORUN TIL SJ'ALFSTÆÐISMANNA
8.4.2009 | 23:48
Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.
LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.
10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.
20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.