Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Kjósum með hjartanu
Ég verð að viðurkenna í upphafi að ég kaus Samfó síðast og stóð í þeirri trú að samstarf þeirra með Sjöllum væri skársti kosturinn.
I was wrong.
Ég tel reyndar að skársti kosturinn fyrir mig og mínar skoðanir hafi verið að kjósa Samfó. Hinsvegar óraði mig ekki fyrir að Samfó myndi verða eins og kúguð eiginkona í hjónabandi. Einhvern veginn, var það Geir & co sem réðu ferð og mál Samfóar urðu aukaatriði. Sökin er ekki síst þeirra sjálfra að koma sér úr téðu hjónabandi. Þó gerðist það á endanum, en mikið þurfti til.
Stofnaði hún til skyndikynna með Vistri grænum.
Það virkaði sem gagnkvæmt boost. Samfó fékk þá innspýtingu sem hún þurfti til að geta staðið á sínum meiningum. Að sama skapi kom gagnvert element Vinstri grænna inn. Líklega gagnkvæmur skilningur og virðing, sem nauðsynleg eru í samböndum.
Ég viðurkenni jafnframt að í dag vil ég sama stjórnarmynstur áfram. Núverandi ríkisstjórn hefur komið fleiri velferðarmálum áfram, á tveimur mánuðum, en sú fyrri gerði á átján mánuðum.
Ég var að horfa á borgarafundinn í kraganum. Satt best að segja fannst mér Valgeir Skagfjörð, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar koma best úr þeim.
Borgarahreyfingin er meira kosningabandalag en flokkur. Samtök allskyns fólks hvaðanæva að sem hefur það eitt að markmiði að efla beint lýðræði. Færa valdið frekar til okkar almúgans.
Þegar spurt var um niðurskurð og skatta benti Valgeir á nýjar lausnir. Græna skatta og fleira. Hann hugsaði meira út fyrir kassann en hinir.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér stefnu Borgarahreyfingarinnar, en mun bæta úr því. Ég hef, hingað til, hallast áfram að Samfó. Ég vil skoða vrópuaðild af alvöru. Kosti hennar og galla. Fara í viðræður og leggja niðurstöður hennar undir þjóðina. vrópuaðild snýst vitanlega um svo miklu meira en gjaldmiðil. Á sama tíma verðum við að viðurkenna að lækkandi gengi krónunnar þýðir minna atvinnuleysi en annars yrði. Fyrirtæki sem hafa tekjur erlendis frá væru mun ver settari hefðum við ekki hina ónýtu krónu. Sjálfur starfa ég hjá slíku fyrirtæki, sem vissulega hefur séð samdrátt í tekjum, en minni en hann væri ella. Allt slíkt verður því að skoðast vel og hvergi má hrapa að ályktunum. Það eru engar patent lausnir.
Ég vil kynna mér stefnu Borgarahreyfingarinnar í þeim efnum. Í mörgum öðrum málum get ég örugglega samsamað mig við Borgarahreyfinguna.
Ég hef ekki ákveðið mig en annar þessara flokka, S eða O, koma til greina.
Hvort heldur verður skora ég á alla að kynna sér málin og stefnur flokkanna. Við erum víst enn bundin við að kjósa flokka, en ekki fólk.
Myndi maður ekki geta hugsað sér að kjósa fífl og að finna a.m.k. eitt fífl á framboðslista myndi koma í veg fyrir kosningu hans, myndi maður ávallt skila auðu eða kjósa ekki. Því verðum við, að svo stöddu, að velja þann flokk sem hefur hefur skársta hlutfall milli fífla/ekki fífla.
Komist ég að þeirri niðurstöðu að hin breiða fylking fólks sem skipar Borgarahreyfinguna höfði helst til mín, mun ég ekki láta 5% múrinn sem fjórflokkarnir settu til að tryggja betur eigin rassgöt hræða mig.
Hvar sem hugurinn liggur. Kjósum með hjartanu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 14:44 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér í þessum pólitísku pælingum í næstum öllum atriðum og þar að auki með sömu sögu úr síðustu kosningum.
Sæmundur Bjarnason, 8.4.2009 kl. 22:44
Ég er líka sammála þér.
Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:39
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:14
Þetta er nákvæmlega eins og ég hef hugsað þetta sjálfur... vildi gjarnan heyra afdráttarlaust frá Samfylkingunni að hún ætlaði sér EKKI að starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar... mér finnst að SF eigi að gefa það út skýrt og skorinort...
Brattur, 9.4.2009 kl. 13:52
Ég var líka Samfylkingarmaður meira að segja flokksbundin. En eins og staðan er núna mun ég kjósa VG. Þar eru einfaldlega svo margir einstaklingar sem ég treysti til góðra verka.
Borgarahreyfingin á líka séns í mig.......
Soffía Valdimarsdóttir, 9.4.2009 kl. 14:49
Þetta er því miður ein alls herjar orgía þarna í þingsölum. Engir ferskir vindar sem blása en jú maður verður að reyna að kjósa "skársta" kostinn sem er alla vega ekki sjálfstæðir menn að þessu sinni enda búin að undo-a mig úr flokknum :) Og jú maður verður að spyrja hjartað og reyna að fá álitleg svör. Vil alla vega skoða kosti og galla ESB og fá samninginn á borðið til skoðunar fyrir þjóðina þannig að þá er það líklega Jóhanna baby og hennar crew sem fær mitt prik í ár.
Jóka (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:22
Flottur pistill.
Reyndar hef ég alltaf kosið með hjartanu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.