Sundlaugadrama

Nú líður senn að þeirri stund að landslýðurinn velur þá sundlaug sem hann vill synda í næstu fjögur ár. Sundstaðir landsins hafa óðum verið að lappa upp á anddyri sín. Sumir hafa skipt um starfsmenn í miðasölu og aðrir skipt um skóhillur. Lítið er þó vitað um laugarnar sjálfar.

Nema.

Nú hefur fundist gamall lortur í einni lauganna. Eftir aldursgreiningu hefur hann verið dagsettur 29.12.2006 og virðist laugin, í það minnsta, ekki verið þrifin síðan þá og líklega mun lengra um liðið.

Vitanlega varð uppi fótur og fit meðan sundlaugarstarfsmanna.

Lengi vel vissi enginn neitt, þar til fyrrum vaktstjóri steig fram og sagðist bera ábyrgð á málinu. Eftir það hefur einn sturtuvarðanna verið sakaður um að hafa vitað af lortinum.

Haldnir hafa verið stífir starfsmannafundir og í dag sagði laugarvörður starfi sínu lausu.

Starfsmenn funda enn og funda, um hver hafi vitað hvað og hvenær.

 

Af lortnum er það að hins vegar frétta að hann flýtur enn um í lauginni, í mestu makindum.

 

Hver vill koma í sund?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Briljant færsla.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæztur...

Steingrímur Helgason, 10.4.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Gulli litli

Shit...

Gulli litli, 11.4.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 10:35

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þú ert fyndinn fýr!

Sjáumst í sundi!

Soffía Valdimarsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:01

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í 39° pottinum

Brjánn Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband