Slökkvilið íslands

Eins og flestum er kunnugt hafa eldar logað í íslenska moldarkofanum um nokkurt skeið. Eftir sem á veturinn hefur liðið hefur eldurinn breitt úr sér og virðist allt að því ósigrandi, eða hvað?

Nokkrir íbúar moldarkofans hafa komið fram með ýmsar tillögur að framkvæmd slökkvistarfs. Sér í lagi eftir að slökkvilið landsins virðist ekki hafa getað komið sér að verki.

Upp úr áramótum var slökkviliðsstjórinn settur af og við tók nýtt fólk við stjórn slökkviliðsins. Deilt hefur verið um árangurinn, þótt flestir séu sammála um að ekki getur hann verið verri en árangur hinna eldfælnu fyrrum slökkviliðsstjóra.

Fyrir rúmri viku var endurskipað í slökkviliðið. Slökkviliðið hefur þó ekki enn verið kallað að slysstað, þar sem slökkviliðsstjórar hafa ekki enn komið sér saman um framkvæmd slökkvistarfsins. Hvort notuð skuli innflutt evrópskt köfnunarefni eða íslenskt afdalavatn. Líklega verður fundað út maí um málið.

Því mun eldurinn loga eitthvað fram á sumarið, hið minnsta.


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband