Mánudagur, 4. maí 2009
Byltingin étur börnin sín
Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um niðurfærslu skulda sem sé ekki nægilega hnitmiðuð aðgerð og kosti mörg hundruð milljarða. Slíkt myndi fara með stofnanir eins og Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina. Svo hefur Mogginn eftir Joð.
Úrræði ríkisstjórnarinnar eru í besta falli þau að bjóða fólki í skuldafangelsi. Þau ná ekki til þeirra sem enn geta borgað og hægt er að bjarga frá slíkum ömurlegheitum. Frekar kysi ég að taka skellinn og verða gjaldþrota en að búa í mörg ár í skuldafjötrum, með tilsjónarmann andandi í hálsmálið. Segjandi mér hvað ég má og ekki má.
Að óbreyttu munum við sjá fjöldagjaldþrot. Joð telur líklega að þau kosti þjóðarbúið og fjármagnseigendur ekkert?
Það má dæla milljarðahundruðum í peningamarkaðssjóði og aðrar hítir. Líka má afskrifa skuldir við útlendinga, í þágu íslenskra fjármagnseigenda. Svo má velta boltanum á Jón og Gunnu. Láta þau bera baggann vegna gengisfalls krónunnar, sem að miklu leiti má rekja til aðgerða bankanna, fjármagnseigenda. Ekki má hugsa sér að Íbúðalánasjóður eða sukkklúbbarnir sem kallast því fína nafni lífeyrissjóðir beri neinn hluta ábyrgðarinnar. Hví ekki? Jú, þeir eru fjármagnseigendur.
Ekki má stugga við aðlinum.
Jón og Gunna tóku ýmist gengiskörfulán eða verðtryggð krónulán. Jújú, máttu svo sem vita að forsendur breyttust eitthvað, en boy oh boy! Hver gat ímyndað sér þrónunina sem varð? Tæplega Jón og Gunna. Frekar að bankarnir mættu hafa vitað það. Þeir eiga víst að heita sérfræðingar, fagaðilar, eða hvaða önnur fín nöfn má finna. Svo voru það jú þeir sem tóku stöðu gegn krónunni. Gengið lækkaði. Gengistryggðu lánin ruku upp. Vöruverð hækkaði. Verðbólga jókst og verðtryggðu lánin þar með.
Svo mæta menn í ræðustól með krepptan hnefa, a la Lenin, og tala gegn auðvaldinu. Tala fögrum orðum um velferð og jöfnuð!
Staða skuldara gagnvart fjármagnseigendum, á Íslandi, er eins og staða afganskra kvenna eftir giftingu. Tveir aðilar gera með sér samning. Meðan öðrum aðilanum er tryggt með lögum leyfi til framhjáhalds, á hinn yfir höfði sér dauðadóm fyrir sama framferði. Aldeilis jöfnuður það.
Bjakk.
Sumir ættu að hætta vínarbrauðsátinu, drattast í vinnuna og dauðskammast sín!
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lækkið ofurlaun bankastjórnenda ríkisbankanna, sem sumir hverjir tóku þátt í óstjórn gömlu bankanna. Ekki seinna, en núna.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.