Nú er vorið endanlega komið

Síðasta vor skrifaði ég um góða gesti í hverfinu. Andapar sem vappaði hér fyrir utan í einhverja daga. Síðan sást steggurinn eingöngu. Þá voru líklega komin egg og kollan liggjandi á, í hreiðrinu.

Þar sem ég flutti ekki fyrr en haustið 2007 í Bakkann þar sem ég nú bý veit ég ekki hve mörg ár þau hafa stundað tilhugalíf sitt hér.

Rétt í þessu heyrði í kvak fyrir utan. Ég leit út á svalir og viti menn. Skötuhjúin er semsagt mætt enn á ný. Kvakandi ástarkvaki hvort að öðru, í einhverri andneskri ástarseremoníu sem ég ekki kann.

Vitanlega smellti ég af þeim mynd.

Kolla og Andrés

Í fyrra mættu þau þ. 12. maí. Nú mæta þau viku fyrr. Veit það ekki á betra vor og sumar?

Það er ekki amalegt að vera andsetinn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband