Best að taka smá þátt í €vrópuþrasinu

Nú hefur verið birt niðurstaða könnunar um afstöðu fólks til aðildarviðræðna við €vrópusambandið. Samkvæmt könnunninni styðja tæplega 2/3 hlutar þjóðarinnar aðildarviðræður.

Mér hefur alltaf fundist stórfurðulegt hve sumir óttast viðræður. Rétt eins og þeir haldi að það eitt að ræða við fólk þýði að þjóðin verði send beinustu leið aftur í steinöld. Þetta fólk þorir líklega ekki einu sinni að svara símanum sínum.

Aðildarumsókn að sambandi þessu er lítið annað en yfirlýsing um vilja til viðræðna og gerð samnings sem, ef yrði samþykktur af þjóðinni myndi leiða til inngöngu.

Sumir hræðast svo að tala við fólkð þarna niðr'í Evrópu að þeir vilja sérstaklega kjósa um það hvort skuli rætt við það, yfirleitt. Einn þeirra hefur verið formaður eins stærsta, ef ekki þess stærsta, stéttafélags landsins.

Myndi sá sami maður láta sér detta í hug að fara fram á að félagsmenn kysu um það fyrir fram, hvort farið yrði í kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög? Tæplega.

Auðvitað sest fólk bara að samningaborðinu, með sín skilgreindi markmið auðvitað og komast að málamiðlun, þar sem báðir aðilar verða væntanlega að gefa eitthvað eftir. Þannig eru samningar.

Síðan, þegar samkomulag liggur fyrir, er það kynnt fyrir félagsmönnum og þeir kjósa síðan um hvort gengið skuli að samkomulaginu eður ei.

Simple as that.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

sælir

Að vera á móti aðlildarviðræðum og vilja ekki sjá samning? Ég þarf ekkert að sjá samning á einhverju sem ég vil ekki taka þátt í. Ég er andvígur ESB sem stofnun.
Ég er andvígur hinum kapítalíska opna markaði sambandsins. Ég hef trú á því að málefnum Íslendinga sé best borgið í okkar eigin höndum hvernig sem samningar við ESB líta út.
Ég vil ekki fórna því sjálfstæði sem við nú höfum fyrir smá nammi. Fólki er lofuð einhver fríðindi fyrir sjálfræðissviptingu þjóðarinnar.
Það er ekki fyrir mig og mína. Ég vil börnum mínum betri framtíð en það og reyni að ala þau þannig upp að þau þori og geti séð um sig sjálf.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 6.5.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sæll Guðbergur.

sagði ekki Ragnar Arnalds eitthvert sinn, efnislega, að gallinn við inngöngu í ESB og upptöku €vru væri sá að þá hefðu Íslendingar ekki lengur stjórn á eigin efnahagsmálum og misstu það stjórntæki sem Krónan er?

Ekki það að ég telji svo verða, en ef svo yrði. Þá finnast mér það sterk rök með aðild.

Íslendingar hafa ekki sýnt að þeir séu færir um að hafa vit fyrir sjálfum sér. Íslendingum tekst listilega að klúðra flestu sem klúðra má.

Brjánn Guðjónsson, 6.5.2009 kl. 23:12

3 identicon

Sæll Brjánsi minn :)

 Kíktu á þennan link www.davidicke.com  og be open mindet ok :)

Björg F (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband