Fyrningarleiðin

Forsætisráðherra kynnti í dag stefnu nýrrar ríkisstjórnar að lausn að vanda heimilanna.

Fyrningarleið.

Í stuttu máli er hugmyndin sú að ekkert verði gert í langan tíma. Svo langan að þegar loksins eitthvað verði gert verði fólk orðið að fornmönnum framtíðarinnar. Fólk þurfi einungis að þola fátækrafjötra í nokkur ár. Eftir það muni skuldir þeirra verða svo fornar að greiða megi þær með geitum eða spesíum. Eins megi útklá skuldir með vígum og öðrum mannfórnum. Þó skuli það gert eftir forskrift Gráskinnu.

Drekkingarhylur mun þó ekki verða opnaður almenningi, þar eð hann tilheyri Þingvöllum, sem er á heimsskrá Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar munu Elliðaárnar verða opnar almenningi, sem og Sundhöllin.

Afsláttarkort fást hjá ÍTR.


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband