Fimmtudagur, 7. maí 2009
Segir af sér sem frændi
Borgarinn Ólafur F. hefur þegar sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Einnig hefur hann sagt af sér sem varamaður skipulagsráðs, í kjölfar fúkyrðaflaums annars borgarfulltrúa þar, í sinn garð, á fundi skipulagsráðs nýverið.
Í kvöld tilkynnti Ólafur að í kjölfar móðgana og yfirgangs, eins og hann orðar það, hafi hann sent afsögn sína til Hagstofu íslands sem frændi Jófríðar F. Jensdóttur, frænku sinnar. Ólafur segist ekki munu sinna frændskyldum í hennar garð héðan í frá.
Atvikið mun hafa átt sér stað í fermingarveislu dóttur Jófríðar, í apríl s.l. Ólafur hafi misst takið á tertuhníf með þeim afleiðingum að hann skar á slagæð við úlnlið. Jófríður mun þá hafa sagt honum að leita læknis.
Segir af sér sem varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.