Samvinnuhreyfingin

„Ríkisstjórnin stefnir að því að hægt verði að taka upp persónukjör við næstu sveitarstjórnakosningar, sem fram fara á næsta ári.“

„Forsætisráðherra segist leggja áherslu á að málið verði unnið í samvinnu við alla þingflokka á Alþingi og Samband sveitarfélaga, og sagði að fljótlega yrðu kallaðir saman tengiliðir allra flokka og sambandsins.“

Ekki nema eðlilegt að vinna málið í samvinnu sem flestra. Þrátt fyrir að vinstri stjórnin sé ekki yfir gagnrýni hafin, frekar en annað og ýmsu megi finna að, er það þó mín tilfinning að þessi stjórn muni að mörgu leiti verða við þeirri kröfu landlýðs að efla lýðræðið. Leyfa hinum þingmönnunum að vera memm öðru hvoru. Þó sé ég ekki neinar drastískar breytingar aðrar verða strax, en hvert lítið spor í rétta átt er gæfuspor.

Annað en seinustu 18 ár, sem hafa einkennst af yfirgangi. 18 ára valtari sem valtaði yfir minnihlutann í krafti þingstyrks. Valtari sem var undirlægja formannsins og valtaði eftir hans vilja. Stjórnarandstöðuþingmenn voru varla mikið meira en áheyrnarfulltrúar í 18 ár. Alþingi var bara formlegt afgreiðslubatterí valtarans. Vonandi tilheyrir sá fasismi fortíðinni.

Það er nefnilega einu sinni þannig að farsælustu niðurstöðurnar fást þegar sem flestir sem málin varðar fá að koma að borðinu og koma sínum málum að. Fólk finnur málamiðlanir. Enginn þvingar neinn til neins, af því pabbi hans er sterkari. Enginn fær allt sem hann vill og allir verða jafn sáttir/ósáttir.


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með leyfi höfundar.

Samvinnuhreyfingin, sem stofnunarnafn er dautt. Hinsvegar er þörf, sem aldrei fyrr, að stjórnmálaflokkar efli samvinnu innan sinna vébanda og vinni í góðu samráði við  vinnumarkaðinn, verkalýðsfélög, almenning og  aðra þá er hlut eia að

máli hverju sinni. Að framsókn eigni sér samvinnuhugtakið umfram önnur stjórnmálaöfl er bara gömul klisja og á ekkert skilt við raunveruleikann í dag.

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband