Þriðjudagur, 12. maí 2009
Fyrningarleið ógnar öllu lífi á jörðinni
Bæjarstjórn Langanesbyggðar segir, að atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu sé ógnað ef fyrirhuguð fyrningarleið í veiðistjórn verði farin.
Þetta er í takt við viðvaranir LÍÚ um sama mál.
Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi sagði að innkölluðum veiðiheimildum yrði endurúthlutað á ný eftir nýjum reglum. Reglurnar yrðu því á þann veg, að mati LÍÚ og bæjarstjórn Langanesbyggðar, að veiðiheimildum yrði úthlutað eitthvert út í buskann í stað þess að þeim yrði úthlutað til þeirra sem vilja veiða.
Að því gefnu að veiðiheimildum yrði ráðstafað til andskotans og ömmu hans, er einsýnt að afleiðingarnar yrðu hræðilegar.
Þær yrðu m.a:
Hitastig á jörðinni mun hækka upp úr öllu valdi.
Hungursneið mun hrjá allan hinn vestræna heim.
Leoncie mun flytja aftur til Íslands.
Kjarnorkurvetur mun ríkja næstu hundrað árin.
Vítiseldar munu brenna um alla Evrópu.
Framsóknarflokkurinn mun ná hreinum þingmeirihluta.
Það er því allt að vinna til að koma í veg fyrir slík ragnarrök sem fyrningarleiðin er.
Fyrningarleið ógnar atvinnulífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.