Ekkert athugavert við arðgreiðslur

Eins og flestum er kunnugt hefur Orkuveita Reykjavíkur tilkynnt nýjan og bættan matseðil mötuneytis fyrirtækisins til handa stjórnendum þess og eigendum, á sama tíma og matseðill hins almenna starfsmanns hefur verið skorinn við nögl.

Gamli matseðillinn var sá hinn sami fyrir stjórnendur og eigendur, sem og fyrir hinn almenna starfsmann.

 

Forréttur.
Lauksúpa með brauði eða kakósúpa með tvíbökum.

Aðalréttur.
Spaghetti Bolognese eða stroganoff.

Eftirréttur.
Súkkulaðimús eða vanilluís.

 

Eftir breytingarnar verða í boði tveir matseðlar. Annar handa stjórnendum og eigendum.

 

Forréttur.
Styrjuhrogn og lystauki.

Aðalréttur.
Humar að hætti hússins. Borinn fram með Ítölsku eða frönsku hvítvíni.

Eftirréttur.
Kaffi og koníak.

 

Hinn handa almennum starfsmönnum.

 

Forréttur.
Brauðsneið með kindakæfu.

Aðalréttur.
Núðlur. Bornar fram með Gvendabrunnavatni.

Eftirréttur.
Freyju karamella.

 

Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar var spurður hvort honum þættu þessar breytingar eðlilegar. Svaraði hann því til að einhvernveginn yrði að ná fram hagræðingu til að hægt væri að greiða út 800 milljóna arðgreiðslur og þar sem hinnir almennu starfsmenn væru í miklum meirihluta lægi beinast við að skera niður þar. Breytingar á matseðli stjórnenda og eigenda hefðu hvort eð er hverfandi áhrif á efnahagsreikning fyrirtækisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband