Félag áhugamanna um óánægju

Hefur ekki verið eins virkt og æskilegt væri, síðasta áratug. Helst að einn og einn vinstri grænn hafi tjáð sig.

Þó sést ljós í myrkrinu.

Hinn eyrnabaksblauti formaður Framsóknarmanna virðist ætla að gefa félaginu mikla innspýtingu, með stuðningi Engeygardrengsins, Bjarna.

Loksins er eitthvað að rætast úr.

Annað...

Rakst á blogg þar sem vísað er til skrifa óbreytta þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þ. 2. nóvember 1996.

Þar segir óbreytti þingmaðurinn m.a:

Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna
Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu á udanförnum árum- fyrir tilstuðlan launafólks og verðbólgan verið með því minnsta sem þekkist. Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna. Hækkun á grænmeti á einu ári, sem mörg heimili hafa ekki efni á að kaupa vegna ofurtolla og verndarstefnu ríkisstjórnarinnar, juku engu að síður skuldir heimilanna um 1300 milljónir króna.“

og 

„Við viljum ekki endurtaka leikinn frá 1983 að kippa úr sambandi verðtryggingu launa en ekki lána. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahagsumhverfi og þjóðir sem við berum okkur saman við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að viðhalda henni. Því verður að breyta.“

Skyldi hún vera enn á sömu skoðun, eða hafa kjötkatlarnir breytt henni? Er málið kannski bara að fólk hafi hugsjónir meðan það er í stjórnarandstöðu?


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú lest þessa grein Jóhönnu alla er hún að reka áróður fyrir ESB aðild sem lækkar grænmetisverð og losar okkur á endanum við verðtrygginguna með því að losa okkur við verðbólgu og vaxtaokur. Það sem við eigum að hafa áhyggjur af er að síðan við fæddumst og er nokkur aldursmunur á okkur hefur gengisfall verið 1%  á mánuði og hæstu vextir 2% mánuði. Þessvegna er þessi hola svona helv... djúp sem við erum í.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski þetta sé Evrópuáróður hjá henni, þótt það komi hvergi almennilega fram. hún talar um norðurlönd og OECD. minnist ekki einu orði á Evrópu.

Evrópuáróður eða einfaldlega áróður gegn verðtryggingu. ég er tilbúinn að láta hana njóta vafans

Brjánn Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband